is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16758

Titill: 
  • Mosaþembur: Áhrif rasks og leiðir til endurheimtar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Töluvert rask verður á mosaþembum vegna ýmissa framkvæmda, því er mikilvægt að auka þekkingu á mosaskemmdum og leiðum til að endurheimta mosaþekju þar sem hún hefur raskast. Markmið verkefnisins var að kanna hvort hraungambri geti lifað af og vaxið aftur á svæðum sem skemmst hafa við háhitaborteiga. Jafnframt að prófa aðferðir við að örva landnám mosa. Áhersla var lögð á hraungambra (Racomitrium lanuginosum [Hedw.]Brid.) en einnig voru tegundirnar melagambri (Racomitrium ericoides [Brid.] Brid.), tildurmosi (Hylocomium splendens [Hedw.] Shimp) og engjaskraut (Rhytidiadelphus squarrosus [Hedw.] Warnst) notaðar í hluta af verkefninu.
    Verkefnið var unnið í fórum hlutum: 1. Skemmdir á hraungambraþembum við borteiga á Hellisheiði og geta þeirra til endurvaxtar var könnuð með því að mæla tíðni skemmdra og virkra sprota í tvö ár. Tíðni virkra sprota jókst með tíma og jafnframt dró úr tíðni skemmdra sprota. 2. Áhrif þess að klippa 1,2, 3 og 5 cm af mosagreinum í hraungambraþembu voru prófuð til að líkja eftir skemmdum og tíðni endurvaxtar mæld.
    Endurvöxtur varð einungis þar sem klipptir voru minna en 3 cm ofan af þembunni. 3. Áhrif stærðar, uppruna af mosagreinum og undirlags á fjölgunareiningar hraungambra voru prófuð í gróðurhúsi með því að rækta heilar mosagreinar, 1 cm búta af efstu sex cm mosagreina og mosahræring á mold og vikri. Bútar af efstu 1 cm mosagreina höfðu mesta getu til að mynda nývöxt en enginn nývöxtur sást á bútum neðan við 3 cm. Árangur var betri á vikri en á mold. Til samanburðar var heilum mosagreinum og mosahræringi melagambra, tildurmosa og engjaskrauts dreift á mold og var mögulegt að rækta allar tegundirnar. 4. Í tilraunum með landnám mosa á Hellisheiði voru áhrif stærðar og undirlags prófuð í 15 mánuði með því að dreifa heilum mosagreinum, 1 cm greinabrotum af efsta hluta mosagreina og mosahræringi af hraungambra, melagambra, tildurmosa og engjaskrauti í moldarflagi ásamt því sem hraungambra var dreift á vikri. Fjölgunareiningar hraungambra námu land á árangursríkan hátt á virkri og allar tegundirnar námu land á árangursríkan hátt á mold með mosahræringi, en flestar heilar mosagreinar og 1 cm bútar hurfu úr reitum á mold.
    Niðurstöður verkefnisins benda til þess að skemmdar hraungambraþembur við háhitaborteiga geti vaxið aftur ef skemmdirnar ná ekki dýpra en 3 cm. Niðurstöðurnar sýna einnig að hægt er að nota heilar mosagreinar, 1 cm greinabrot efst af mosagreinum og mosahræring til að örva landnám mosa á röskuðum svæðum, mold sem undirlag getur þó verið takmarkandi þáttur fyrir heilar mosagreinar og 1 cm greinabrot. Þessar niðurstöður geta nýst við ákvörðunartöku um vistheimtaraðgerðir á skemmdum mosaþembum og í vistheimt á röskuðum svæðum þar sem mosar eru ríkjandi.

  • Útdráttur er á ensku

    Icelandic moss heaths are damaged by various construction; thus it is important to improve knowledge of moss damages and find methods to restore moss cover where it has been disturbed. The goal of this study was to find out if damage Racomitrium lanuginosum heaths near geothermal drilling platforms can survive and their regrowth potential. Furthermore to develop methods to speed up moss colonization. The study focused on R. lanuginosum but Racomitrium ericoides, Hylocomium splendens and Rhytidiadelphus squarrosus were also included in a part of the study.
    The research had four parts: 1. Damaged R. lanuginosum heaths near drilling platforms in Hellisheiði and their regrowth potential was evaluated by measuring frequency of damaged and active shoots for two years. Frequency of active shoots increased with time and frequency of damaged shoots decrease with time. 2. The effects of cutting 1, 2, 3 and 5 cm from the top of branches in R. lanuginosum heath were tested to simulate damages and frequency of regrowth was measured. Regrowth was only observed where 3 cm or less was cut from top of the branches. 3. The effect of R. lanuginosum propagule size, origin from branches and substrate on regrowth was tested under greenhouse conditions by growing whole branches, 1 cm fragments from top six cm of branches and moss slurry on mineral soil and coarse tephra. The regrowth potential was best for top 1 cm of fragments but no regrowth was seen on fragments below 3 cm. Better results were observed on tephra than on soil. For comparison, whole branches and moss slurry of R. ericoides, H. splendens and R. squarrosus were tested on mineral soil, where all species were successfully grown. 4. Moss colonization experiments in disturbed areas at Hellisheiði tested the effects of propagule size and substrate by distributing whole branches, 1 cm fragments from top of branches and moss slurry of R. lanuginosum, R. ericoides and H. splendens on mineral soil and R. lanuginosum on coarse tephra for 15 months. R. lanuginosum propagules colonized successful on coarse tephra and all species colonized successfully on mineral soil with moss slurry, but most of the whole branches and 1 cm fragments disappeared from plots.
    The results of this study indicate that damaged R. lanuginosum heaths should be able to self-repair if the damage does not extend deeper than 3 cm into the heath. Also distributing whole branches, 1 cm fragments from top of branches and moss slurry can accelerate moss colonization in disturbed areas, but soil as substrate can be a limiting factor for branches and 1cm fragments. These results can help with decision making on restoration of damaged moss heaths and in ecological restoration projects where mosses are prominent in vegetation.

Samþykkt: 
  • 23.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_MS_Magnea_Magnusdottir.pdf8.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna