is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16761

Titill: 
  • Söluverðmæti íslenskra hrossa: Athugun á verðmætasköpun við sölu á íslenskum hrossum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Helsta takmark búfjárræktar er að auka arðsemi ræktunarstofnsins með því að bæta eiginleika hans. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða eiginleikar íslenskra hrossa eru verðmætastir í ræktun.
    Markmið rannsóknar þessarar var tvíþætt; Fyrsta markmið rannsóknarinnar var að safna gögnum um eiginleika og söluverð einstakra hrossa til að meta hvernig mismunandi eiginleikar hafa áhrif á verð. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna hagfræðilegt vægi þeirra eiginleika sem eru innifaldir í kynbótamati fyrir íslensk hross og bera saman hagfræðilegt vægi og núverandi vægi þessara eiginleika
    Rannsóknin fór þannig fram að gögnum var safnað frá hrossabændum víðs vegar um land um seld hross á árunum 2006-2009. Upplýsingar fengust um 237 hross. Send voru út eyðublöð til útfyllingar, eitt fyrir hvert selt hross, þar sem ræktendur gáfu seldum hrossum einkunn fyrir gangtegundir og sköpulag. Einnig var safnað upplýsingum um aldur, kyn, lit, hvort hrossið var selt innanlands eða erlendis, hvort hestar voru stóðhestar eða geldingar, hver BLUP einkunn hrossanna var, hvort þau voru sýnd eða ekki og hvort þau höfðu tekið þátt í keppni eða ekki, hvort þau voru tamin eða ekki, hvernig skapgerðareiginleikar hestsins voru, fjölda mánaða í tamningu, kynbótadómseinkunn föður og móður ásamt kynbótadómseinkunn einstaklinga sem voru sýndir.
    Niðurstöður verðlagsgreiningar sýndu að búaáhrif voru langstærsti áhrifavaldur á verð hrossa. Brokk, vilji og geðslag, háls, herðar og bógar og BLUP einkunn höfðu jákvæð áhrif á verð, ásamt því að stóðhestar voru verðlagðir hærra en hryssur og geldingar. Aldur við sölu hafði jákvæð áhrif á verð sýndra hrossa en neikvæð áhrif á verð ósýndra hrossa. Niðurstöður hagfræðigreiningar benda til þess að sköpulag í kynbótadómi eigi að gilda minna en verið hefur, og jafnframt að kostir eigi að gilda meira en verið hefur.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of animal husbandry is to increase the profitability of the herd. This is done by improving valuable traits, both through breeding and management. It has not been studied previously which traits of Icelandic horses are most profitable in breeding.
    The aim of this study was twofold; Firstly, data about traits and selling prices of individual horses were collected to evaluate how different traits affect selling prices. Secondly, economic weights for the traits that are included in the breeding objective for Icelandic horses were evaluated and compared to the actual weights used in the selection index today.
    Data were collected from horse breeders all around the country on horses sold in 2006-2009. Information were gathered about 237 horses. Breeders were asked to fill out a questioner, one for each sold horse, where they graded sold horses for traits included in the breeding goal for Icelandic horses. Information was also gathered about the age, sex and colour of each horse, whether the horse was sold in Iceland or to another country, whether males were stallions or geldings, what their BLUP score was, if they had been shown in breeding field tests, and if they had participated in competitions, if they were broken in or not, how their temperament was, how long they had been trained, breeding score for their parents and breeding score for the individuals.
    Results from price analysis showed that influence from the origin of the horse (farm) had the biggest influence on selling prices. Trot, spirit, neck, withers and shoulders and BLUP score had positive influence on prices and stallions were more valuable than mares and geldings. Age had a positive influence on horses that had been shown in breeding field tests but a negative influence on horses that had not been shown. Results from economic weights indicated that conformation should weigh less in the breeding goal than it does now and that riding abilities should weigh more.

Samþykkt: 
  • 23.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16761


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2012_MS_Sigridur_Olafsdottir.pdf873.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna