ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1677

Titill

Málþroski og lestur barnabóka : hversu nauðsynlegt er að lesa fyrir börn?

Útdráttur

Lokaritgerð þessi er hluti B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri vorið 2008. Ritgerðin fjallar um nauðsyn þess að lesa bækur fyrir börn og hvernig lestur getur haft mikil áhrif á þroskaferli barna. Fjallað er um kenningar fræðimannana Jean Piaget, B.F Skinners, Lev Vygotsky, Noam Chomsky, Howard Gardner og Dianu Baumrind. Allir þessir fræðimenn hafa sett fram kenningar um máltöku og málþroska barna og eru sammála nauðsyn þess að lesa fyrir börnin þar sem það hefur áhrif á þroskaþætti barna.
Lestur eflir máltöku, bætir málskilning, eykur orðaforða og sjálfstæða hugsun og má segja að lestur bóka undirbúi börnin fyrir frekari nám í framtíðinni. Þegar fullorðnir velja barnabækur verða þeir að huga að uppbyggingu barnabóka og ekki síst að innihaldinu sem þarf að höfða til þeirra áhugasviðs og einnig að vera grípandi og skemmtilegar.
Í verkefninu er tekið mið af nauðsyn þess að lesa bækur fyrir börnin og að góð og náin tengsl skapast við lesturinn. Höfundur fjallar um hvað leikskólakennarar geta gert til að örva málþroskann og hvernig þeir geta gert bækur að spennandi efnivið í leikskólum með tilliti til samræðna og tjáningu. Námskrár eru skoðaðar á tveimur leikskólum. Kynntar eru hugmyndir sem þeir leikskólar hafa fram að færa til að efla málþroskann og hvernig þeir vinna með þessa þætti. Jafnframt er fjallað um mikilvægi námskráa í leikskólum sem er lokakafli verkefnisins.

Samþykkt
15.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Málþroski og lestu... .pdf327KBOpinn Lokaritgerð þessi er hluti B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri vorið 2008. Ritgerðin fjallar um nauðsyn þess að lesa bækur fyrir börn og hvernig lestur getur haft mikil áhrif á þroskaferli barna. Fjallað er um kenningar fræðimannana Jean Piaget, B.F Skinners, Lev Vygotsky, Noam Chomsky, Howard Gardner og Dianu Baumrind. Allir þessir fræðimenn hafa sett fram kenningar um máltöku og málþroska barna og eru sammála nauðsyn þess að lesa fyrir börnin þar sem það hefur áhrif á þroskaþætti barna. PDF Skoða/Opna