is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16794

Titill: 
  • Þróun viðhorfa Íslendinga til afbrota. Samanburður frá 1989-2013
Útgáfa: 
  • Október 2013
Útdráttur: 
  • Mælingar á viðhorfum almennings til afbrota eru mikilvægar til að greina hvernig
    upplifun og skynjun afbrota er í samfélaginu hverju sinni. Sérstaklega áhugavert
    er að skoða breytingar á þessum viðhorfum í gegnum tímann. Hvaða brotaflokkur þykir almenningi vera alvarlegastur? Eru það alltaf sömu brotin eða er
    matið breytilegt eftir árum? Hafa áhyggjur aukist, minnkað eða staðið í stað?
    Erindið byggir á fimm mælingum á viðhorfum Íslendinga og reynslu þeirra af
    afbrotum sem Helgi Gunnlaugsson hefur staðið að ásamt Félagsvísindastofnun
    Háskóla Íslands frá árinu 1989. Önnur mælingin var framkvæmd árið 1994,
    þriðja árið 1997 og fjórða 2002. Sú síðasta var framkvæmd síðla árs 2012 og
    upphafi 2013. Í öll skipti var um úrtakskönnun að ræða.
    Með viðhorfsmælingunum gefst möguleiki á að bera saman viðhorf Íslendinga
    á yfir 20 ára tímabili, sjá hvort og þá hverjar breytingar eru á viðhorfum
    almennings til afbrota og hvernig bregðast eigi við þeim. Í erindinu verða
    einkum skoðuð viðhorf til alvarleika afbrota, hvaða afbrot almenningur telur
    alvarlegustu brotin hér á landi, auk ástæðna þess að einstaklingar leiðist út í
    afbrot og fleira.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
  • 25.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16794


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JonasJonassonHelgiGunnlaugs_Felman.pdf521.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna