is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16795

Titill: 
  • Fíkniefnavandinn á Íslandi. Þróun neyslu, neyslumynstur og kostir í stefnumótun
Útgáfa: 
  • Október 2013
Útdráttur: 
  • Fíkniefnavandinn er af mörgum álitinn einn helsti vandi sem vestræn ríki glíma
    við í dag. Viðhorfsmælingar á Íslandi sýna að flestir telja neyslu fíkniefna
    alvarlegasta vandamál afbrota hér á landi og að mikilvægasta ástæða þess að
    sumir leiðist út í afbrot sé neysla áfengis- og fíkniefna. Neysla algengasta fíkni-
    efnisins, kannabis, hefur reglulega verið mæld meðal grunnskólabarna hér á landi
    en neysla fullorðinna hefur minna verið könnuð. Lítið er því vitað hvernig
    neysla sem hefst í grunnskóla þróast þegar fram kemur á fullorðinsár, hvort hún
    aukist, standi í stað eða minnki. Í erindinu verður farið í útbreiðslu kannabis
    meðal fullorðinna á Íslandi út frá þremur mælingum í samvinnu við
    Félagsvísindastofnun HÍ sem taka til áranna 1997, 2002 og 2013. Þróunin
    verður metin, einkenni neyslunnar greind í ljósi félagslegra áhættuþátta og sér-
    staklega hugað að stöðu sprautufíkla. Viðbrögð samfélagsins og ýmis úrræði til
    að takast á við vandann verða einnig rædd og í lokin ályktað um líklega
    stefnumótun í málaflokknum til framtíðar bæði hér og erlendis.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XIV: Rannsóknir í félagsvísindum - Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
  • 25.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16795


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgiGunnlaugs_Felman.pdf524.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna