is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16809

Titill: 
  • Spilling og tryggð í bankakerfinu
Útgáfa: 
  • Október 2013
Útdráttur: 
  • Í október 2008 urðu þrír stærstu bankarnir á Íslandi gjaldþrota. Markmið rann-sóknarinnar er að draga fram skýringu á því að þrátt fyrir að traust til banka¬kerfisins hafi minnkað verulega í kjölfar bankahrunsins þá virðist fólk ekki skipta um viðskiptabanka. Nokkrar ástæður hafa verið dregnar fram svo sem eins og að viðskiptavinir séu í einhverju skilningi „fastir“ í viðskiptum við viðkomandi banka og að um almennt hrun hafi verið að ræða sem gerir það að verkum að viðskiptavinir sjá ekki aðra betri kosti. Í rannsókninni er varpað upp þriðja sjónarhorninu sem er að ein ástæðan, og kannski sú veigamesta, fyrir því að fólk skiptir ekki um banka sé einfaldlega sú að það treystir sínum banka betur en öðrum. Spurt er: Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og útskýrir það af hverju fólk skiptir ekki um viðskiptabanka þrátt fyrir aukið vantraust?
    Rannsóknin byggir á þremur könnunum. Fyrsta könnunin var framkvæmd í mars 2008, eða nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið og tóku 512 þátt í henni. Könnun tvö var gerð í febrúar 2011 og tóku 533 þátt í henni og þriðja könnunin var gerð í febrúar 2013 og tóku 570 þátt í henni.
    Niðurstöður sýna að viðskiptavinir eru líklegri til að tengja traust við eigin banka en aðra. Út frá því má álykta að þeir treysti sínum banka betur en öðrum þó svo að úr því hafi verulega dregið strax eftir hrunið.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XIV: Ráðstefna í félagsvísindum - Viðskiptafræðideild
ISBN: 
  • 978 9935 424 17 4
Samþykkt: 
  • 26.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorhallur_Gudlaugsson_VID.pdf435.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna