is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16821

Titill: 
  • „Því söngurinn hann er vort mál“ : raddsvið og söngfærni íslenskra fimm og sex ára barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða raddsvið og söngfærni fimm og sex ára barna við lok leikskóla. Það var gert með því að leggja fyrir þau söngfærnipróf sem er hluti alþjóðlegs samstarfsverkefnis um söngrannsóknir. Söngfærniprófið skiptist í 11 prófþætti en í rannsókninni voru sérstaklega skoðaðir þeir þættir sem lutu að raddsviði og tónnákvæmni barnanna. Einnig var skoðað hvernig börnunum gekk að læra nýtt sönglag með texta annars vegar og án texta hins vegar.
    Þátttakendur voru 40 börn í þremur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru fimm og sex ára gömul þegar söngfærniprófið var lagt fyrir. Í tveimur af leikskólununum nutu börnin (n=19) leiðsagnar tónlistarkennara, sem skipulagði tónlistarstarfið, en í þeim þriðja nutu börnin (n=21) ekki leiðsagnar tónlistarkennara. Í öllum leikskólunum var söngur þó hluti af daglegu starfi og var því ýmist skipulagður af leikskólakennurum eða tónlistarkennara. Niðurstöðurnar voru bornar saman með tilliti til aldurs og kyns og einnig eftir því hvort leikskólinn hafði starfandi tónlistarkennara eða ekki.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að börnin stóðu sig almennt mjög vel í því að leysa verkefnin sem fyrir þau voru lögð en yfir 90% barnanna leystu öll verkefnin. Meðalraddsvið barnanna var 13 hálftónar. Lítill munur var á raddsviði eldri og yngri barna en yngri börnin sungu þó örlítið hærri tóna en þau eldri. Samkvæmt rannsókninni höfðu íslensku börnin breiðara raddsvið en börn í samsvarandi erlendum rannsóknum.Þegar börnin sungu lag að eigin vali var algengasti upphafstónninn miðju C eða C4. Þau börn sem nutu leiðsagnar tónlistarkennara í leikskólanum sungu fjölbreyttari lög en hin.
    Þegar söngfærni var mæld reyndist munur á færni eldri og yngri barna en þó sýnu mestur í því að syngja fyrsta tón í tónaröð réttan, sem er í samræmi við erlendar rannsóknir. Börnin fylgdu útlínu laglínu betur en að syngja hárrétt tónbil og drengirnir stóðu sig almennt betur í þessum þáttum, sérstaklega í því að syngja hárrétt tónbil. Marktækur munur fannst á yngri og eldri aldurshópi fyrir rétt sunginn fyrsta tón í tónaröð.
    Þegar nýtt sönglag var kennt og sungið gekk börnunum betur að læra nýja sönglagið án söngtexta. Það gefur til kynna að líklega eiga börnin auðveldara með að læra lög án texta en með texta. Þær niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru framlag til þekkingar á raddsviði, söngfærni og sönggetu fimm og sex ára íslenskra barna.

  • Útdráttur er á ensku

    Vocal range and singing accuracy of five and six–year–old children
    The purpose of this study was to investigate the vocal range and singing accuracy of five and six-year-old children at the end of preschool. The children were tested using a test battery developed within an international collaboration project on the research of singing. The test battery consisted of eleven test items from which a few items were selected for this study. Items measuring vocal range and pitch accuracy in singing were selected from the eleven test items of the battery and analysed for this study. Furthermore, the children’s ability to learn a new song with or without the words was examined.
    The participants were five and six-year-old children (N=40) from three preschools in a community close to Reykjavik. Half of the children were in preschools with a music teacher (n=19) and the other half (n=21) did not have a music teacher. Singing songs was a regular part of the daily routine in all three preschools whether there was a designated music teacher or not. Results were examined in terms of age, gender and music teacher effect.
    The results indicate that the children did well on the test items and 90% of them completed all test items analysed for this study. The average singing range was 13 semitones. The difference in singing range between age groups was small but the younger children’s singing range reached somewhat higher than the older children’s singing range. The Icelandic children in this study demonstrated a larger singing range than previously reported in foreign studies with this age group. When the children sung a favourite song the most frequent starting pitch of their own choice was middle-C or C4. The children who were in preschools with a music teacher demonstrated a larger song repertoire than the group with no music teacher.
    In terms of singing accuracy of pitch patterns the difference between older and younger age group was most apparent for singing a correct starting pitch, which is in accordance with earlier studies. In general the children did better in terms of contour preservation than singing of exact intervals. The boys in this study did better in terms of singing accuracy than the girls, in particular when singing exact intervals.
    For the item of learning a new song the results suggest that it was easier to learn a new song without words than with words. These results corroborate earlier studies. The results of the study contribute to current knowledge on Icelandic children’s vocal range, singing accuracy and singing competence.

Samþykkt: 
  • 31.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni2013_Bryndis_Baldvinsdottir_prent.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna