is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16822

Titill: 
  • „Þú þarft að vera búinn að afla þér þekkingar á mjög mörgum sviðum til þess að geta sýnt góða fagmennsku“ : reynsla fimm leikskólakennara af eigin fagmennsku, andstæðum viðhorfum í samfélaginu og sýn á leikskóla framtíðarinnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á viðhorf leikskólakennara til leikskólakennarastéttarinnar og þeirra þjóðfélagsbreytinga sem hafa orðið frá efnahagshruninu 2008. Áhersla var lögð á að rannsaka reynslu leikskólakennaranna af eigin fagmennsku, upplifun þeirra af viðhorfum samfélagsins til leikskólakennarastéttarinnar og breyttum starfsaðstæðum eftir efnahagshrunið 2008.
    Gagnaöflun fór fram skólaárið 2013 og var notast við eigindlega rannsóknarhefð. Tekin voru fimm hálfstöðluð viðtöl við kvenkyns leikskólakennara í Reykjavík og á Akureyri. Leitast var við að svara eftirfarandi fjórum rannsóknarspurningum: Hver er reynsla leikskólakennaranna af eigin fagmennsku, hvernig upplifa leikskólakennarar viðhorf samfélagsins til leikskólakennarastéttarinnar, hvernig hafa starfsaðstæður leikskólakennara breyst eftir efnahagshrunið 2008 og með hvaða hætti birtist undirskipun starfs leikskólakennara með hliðsjón af stöðu stéttarinnar sem kvennastarf?
    Helstu niðurstöður sýna að leikskólakennararnir töldu allt starf leikskólans faglegt og að fagmennskan fælist ekki einungis í því sýnilega, heldur væri hún óáþreifanleg og ósýnileg. Þeir voru sammála um að umönnun væri mikilvægur þáttur í leikskólastarfi og undirstaða náms ungra barna en hins vegar voru þeir ósammála um hvort tengsl væri á milli umönnunar og móðurhlutverksins í daglegu starfi leikskólakennarans. Þegar kom að því að ræða mun á fagmennsku leikskólakennara og annarra kvennafagstétta töldu þeir fagmennsku sína viðameiri en fagmennska annarra fagstétta vegna þess hversu yfirgripsmikil hún væri.
    Leikskólakennararnir höfðu mismunandi sýn á hvað fælist í aukinni virðingu stéttarinnar en þeir voru sammála um að leikskólakennararnir þyrftu sjálfir að vera sýnilegri. Þeir upplifðu margskonar vanvirðingu frá samfélaginu þar sem fagmenntun þeirra væri til að mynda ekki jafn viðurkennd og fagmenntun grunnskólakennara. Jafnframt voru þeir sammála um að starfsaðstæður þeirra hefðu orðið lakari eftir efnahagshrunið 2008 þar sem mannekla, tímaleysi, minni sveigjanleiki og aukið álag væri algengara nú en áður. Einnig höfðu þeir áhyggjur af framtíð stéttarinnar vegna lengingar námsins, minnkandi aðsóknar í það og lágra launa. Þeim fannst leikskólakennarar ekki fá laun í samræmi við hvað fælist í sjálfu starfinu.

Samþykkt: 
  • 31.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni.pdf610.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna