is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16843

Titill: 
  • Afleiðing meiðsla á líf knattspyrnumanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið: Markmið eftirfarandi rannsóknar voru að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem höfðu meiðst alvarlega eða langvarandi og hvaða breytingar ef einhverjar yrðu á lífi þeirra. Að auki var leitast við að kanna hvernig félagslega- og sálfræðilega aðstoð knattspyrnumenn fengu ásamt sýn þjálfara á áhrif meiðsla á andlega líðan.
    Aðferð: Notast var við megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Spurningalistar til að kanna andlega líðan voru lagðir fyrir ásamt því að einstaklingsviðtöl voru tekin við knattspyrnumenn og þjálfara. Þátttakendur í rannsókninni voru knattspyrnumenn eldri en 18 ára sem stunduðu knattspyrnu með meistaraflokki í efstu deild karla og kvenna ásamt 1. deild karla, og höfðu meiðst alvarlega eða langvarandi. Að auki tóku þjálfarar knattspyrnuliða í sömu deildum þátt í rannsókninni. Alls tóku 10 knattspyrnumenn þátt og 8 þjálfarar.
    Niðurstöður: Litlar breytingar verða á daglegu lífi og félagslegum tengslum knattspyrnumanna þrátt fyrir alvarleg eða langvarandi meiðsl. Sálfræðileg aðstoð til að takast á við meiðsli er ekki algeng á Íslandi og helmingur íþróttafélaga veitti meiddum knattspyrnumönnum sínum ekki fullnægjandi stuðning. Andleg líðan mældist nokkuð góð, notkun bjargráða mældist hins vegar afleit miðað við krabbameinssjúklinga.
    Ályktun: Knattspyrnumenn sem verða fyrir alvarlegum eða langvarandi meiðslum þurfa að læra að takast á við álag í lífi sínu á betri hátt en þeir gera. Þjálfarar og aðstandendur íþróttafélaga ættu að beita sér fyrir því að knattspyrnumenn fái kennslu eða aðstoð í því hvernig takast eigi við álag í lífi sínu þegar þeir hafa orðið fyrir áfalli eins og meiðslum.
    Lykilorð: Knattspyrna, þunglyndi, kvíði, streita, bjargráð, þjálfarar, meiðsli.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: To investigate the mental state of soccer players sustaining serious or prolonged injuries and what changes they had on their lives. Additionally to investigate what kind of social- and psychological support they had received and coaches vision of the influence of injuries on mental state.
    Methods: Qualitative and quantitative research methods were used. Mental state was measured with questionnaire along with private interviews with participants. Soccer players, older than 18 years old, playing with senior team of premier division men and women and 1. division men in Iceland participated in the research. Coaches of teams in the same leagues also took part. Participants were 10 soccer players and 8 coaches.
    Results: Small changes were noticed regarding daily life and social interactions of soccer players. Psychological help aiding recovery after injuries is not common in Iceland and half of the teams failed to support players in a decent manner. Mental state measured fairly good compared to normative data, use of coping skills measured poorly compared to individuals suffering from cancer.
    Conclusion: Soccer players, suffering serious or prolonged injuries, require instruction dealing with stress in their lives. Coaches and directors of soccer teams should instruct and/or support their team members dealing with stress during serious or prolonged injuries.
    Keywords: Soccer, depression, anxiety, stress, coping skills, coaches, injuries.

Samþykkt: 
  • 11.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc - Ragnar Mar - Afleiðing meiðsla.pdf792.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna