is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16868

Titill: 
  • „Hvað er ég að vilja út?“ : myndlistarkennarar sem stunda útikennslu : hvers vegna og hvernig nýta þeir náttúruna og umhverfið í kennslu?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka hvaða hugmyndir liggja að baki útikennslu myndlistarkennara og hvernig náttúran og umhverfið hafa nýst þeim í kennslu. Rannsóknarspurningunni er svarað á tvo vegu. Annars vegar (1) hvers vegna myndlistarkennararnir nota útikennslu: Viðhorf þeirra til útináms og myndlistar og hvað hefur hvatt þá til að nota útikennslu. Hins vegar (2) hvernig myndlistarkennarar nota náttúruna og umhverfið: Hvað er gert og hvernig náttúran og umhverfið nýtast í myndlistarkennslu.
    Útinám og útikennsla njóta vaxandi vinsælda en þörf er á meiri umræðu, fræðilegri umfjöllun og fleiri rannsóknum í þessum málaflokki á Íslandi og er tilgangur rannsóknarinnar að bæta við þá þekkingu og vekja frekari umræður. Rannsóknin var eigindleg og gagnaöflun fór fram með hálf-opnum viðtölum við átta myndlistarkennara ásamt sjö vettvangsathugunum í útikennslustundum.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að sex þættir hafi áhrif á útikennslu þátttakenda: Viðhorf til útináms; viðhorf til náttúru og umhverfis; eigin reynsla af útinámi; viðhorf til myndlistar og myndlistarkennslu; stefnur skólanna varðandi útinám; og umhverfi og nágrenni skólanna. Helstu niðurstöður beina kastljósinu að menntun og reynslu kennara. Ný menntastefna sem byggir á grunnþáttum menntunar á margt sameiginlegt með hugmyndum og kenningum um útinám. Það er því brýnt að skoða útinám sem leið skóla til að mæta nýjum áherslum. Menntun kennara, reynsla, bakgrunnur og endurskoðun eigin kennsluhátta gegna mikilvægu hlutverki svo kennarar geri sér grein fyrir því „hvað þeir séu að vilja út.“

  • Útdráttur er á ensku

    "Why go outdoors?" Art teachers who practice Outdoor Education: How and why do they use nature and the environment in teaching?
    The purpose of this thesis is to examine the ideas behind art teachers´ use of Outdoor Education. How and why they use nature and the environment in their teaching are the two central research questions to be answered. Outdoor Education, or Outdoor Learning, as it is also called, has become increasingly popular but there is a need for more dialogue, academic discourse, and further research on this topic in Iceland. Furthermore, in light of the new curriculum of 2011 it is necessary for teachers to examine the possibilities that Outdoor Education offers teachers so as to meet the new educational standards.
    This thesis presents the findings of a qualitative case study research conducted through semi-structured interviews and observations on site. Eight art teachers were interviewed and seven observations were conducted in art classes outdoors. The findings suggest that the participants´ personal perspectives, background, experience and education have had an impact on their teaching and their views on Outdoor Learning. Participants´ work environments and the schools´ surroundings have, in some cases, had some impact on their use of Outdoor Education. The findings of this research raise further questions about Teacher Education and teachers´ general lack of knowledge and experience in Outdoor Learning.
    A fundamental point that the research findings support, is the importance of teachers being aware of their own perspectives, background, experience and education in Outdoor Learning and the necessity of developing a personal view on the utilization of nature and the environment in education.

Samþykkt: 
  • 15.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karolina Einarsdottir.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna