is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16871

Titill: 
  • Hvar standa tómstunda- og félagsmálafræðingar í fagþróun sinni í samanburði við leikskólakennara ?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að kanna stöðu tómstunda- og félags-málafræðinga sem sérfræðihóps í samfélaginu. Til að varpa ljósi á stöðu tómstunda- og félagsmálafræðinga voru viðhorf annars vegar þeirra sem störfuðu á vettvangi tómstunda og hins vegar leikskólakennara til fagsins, starfsumhverfis og fagþróunar skoðuð og borin saman með tilliti til fyrri kenninga.
    Staða sérfræðihópa hefur verið viðfangsefni félagsfræðinnar um nokkurra áratuga skeið. Virknikenningar (e. functionalism) leggja áherslu á að sérfræðihópur hafi skýrt afmarkað hlutverk í samfélaginu og hagnýti þekkingu sína til góðs fyrir samfélagið. Útilokunarkenningar (e. neo-Weberian) byggjast á þeirri hugsun að sérfræðihópur verði til þegar hópur aðila berst fyrir sérhagsmunum á grunni sérþekkingar. Það ferli sem starfsstéttir fara í gegnum á leið sinni til að verða fullgildir sérfræðihópar er kallað fagþróun. Í þessu verkefni er unnið út frá módeli Wilensky um fagþróun.
    Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn. Tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem áttu það sameiginlegt að hafa reynslu af forystuhlutverki innan sinnar starfsstéttar. Leitast var eftir að draga fram reynslu þátttakenda af fagþróun og stöðu stéttarinnar. Skipulögð inni¬haldsgreining (e. directed content analysis) var notuð til að greina gögnin, og draga fram þemu sem einkenndu stöðu stéttar að mati viðmælenda.
    Niðurstöður benda til þess að hjá báðum starfsstéttum fari fram óformleg- og tilviljunarkennd menntun og að mikilvægt sé að þekkja þá fræði sem liggi þar að baki. Viðmælendur túlkuðu sérfræðihópa með tilliti til bæði virkni- og útilokunarkenninga. Reynsla viðmælenda af fagþróun þeirra benti til þess að leikskólakennarar væru komnir í gegnum öll stig Wilensky í fagþróunarferli sínu. Hins vegar upplifðu leikskólakennarar að þeir væru ekki viðurkenndir sem sérfræðihópur, þeirra reynsla var sú að fólk sæi ekki mun á fag- og ófaglærðum einstakling og að fólk teldi að í raun þyrfti ekki fimm ára háskólamenntu til að starfa á leikskóla, aðeins stórt fang og hlýtt hjarta. Reynsla tómstunda- og félagsmálfræðinga af fagumhverfi þeirra bendir til þess að þeir séu á flest öllum stigum Wilenksy, þeir eru því komnir á skrið í fagþróun sinni en margt þarf að bæta og þar geta þeir nýtt sér reynslu leikskólakennara. Í ljós kom að mikilvægt væri að rannsaka, skilgreina og koma sérfræðihlutverki starfstéttanna í orð, það myndi auka líkur á viðurkenningu á sérfræðihlutverki hópsins.
    Hagnýtt gildi rannsóknar er það að tómstunda- og félagsmálafræðingar geta lært af reynslu leikskólakennara. Í ljós kom að mikilvægt væri að rannsaka, skilgreina og koma sérfræðihlutverki starfstéttanna í orð, það myndi auka líkur á viðurkenningu á sérfræðihlutverki hópsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Professionalization of leisure— and social pedagogues in comparison with preschool teachers
    The purpose of this study was to assess the status of leisure- and social pedagogues (social pedagogy) as a profession. To shed light their professionalization, leisure—and social pedagogues were compared with preschool teachers who have a longer history as a profession. Participants were asked about what they thought of their work environment and which elements they felt had influenced the professional development of their occupation. Their experience was then analysed with respect to previous theories.
    Sociologists have studied professions for long time and it can be understood in a variety of ways. In this study two very influential traditions of professionalism were viewed: the functionalist approach and the neo- Weberian approach. The functionalism emphasize that professions have a clearly defined role in society and use their knowledge for the good of the society. The key concept of understanding professions in neo- Weberian approach is social closure; here, emphasis is placed on how professions exclude other from the occupation. The process that occupations pass through on its way to become a profession is called professionalization. In this project Wilensky (1964) stages are used to understand where leisure- and social pedagogues are in their professionalization.
    The study is based on qualitative research and the data was collected with six semi open interviews with leisure and social pedagogues and preschool teachers, who all had in common experience of leadership within their professions. The aim was to reveal their experiences of professionalization and the status of the profession. Directed content analysis was used to analyze the data and draw out themes that marked the professionalization of the profession in the opinion of the interviewees.
    The results were that both professions ground their professional work in knowledge of non- and informal education and the participants thought it was important that employees knew the theories that lies behind the work. Participants viewed their profession in both functionalist and neo- Weberian way. Pre-school teachers had gone through all of Wilensky´s stages, but the interviewees felt like they were still not accepted as a profession and that people didn´t see the differences of qualified and unqualified worker; also, that they didn´t need to have five years of formal education to work in preschools. The experience of those how worked in the field of leisure indicated that they were on most of Wilensky´s stages, this suggests that they are in the beginning of their professionalization and therefore, they can learn of the experience of pre-school teachers.

Samþykkt: 
  • 15.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fagþróun, meistaraverkefni.pdf973.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna