is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16875

Titill: 
  • Hjátrú og busun í íþróttum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um hjátrú og busanir meðal íþróttafólks á Íslandi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn og notast var við rýnihóp. Rýnihópurinn samanstóð af níu einstaklingum sem tengdir eru íþróttum og íþróttastarfi á einn eða annan hátt. Í rýnihópsviðtalinu var lögð áhersla á upplifun þátttakenda af hjátrú og busunum og kannað með hvaða hætti hjátrú og busanir koma fram í menningu íþrótta samkvæmt viðmælendum. Tekin voru viðtöl við sjö aðra íþróttamenn til að varpa betra ljósi á fyrirbærin. Leitað var eftir frásögnum hjá þátttakendum um hjátrú og busanir og skoðað með hvaða augum þátttakendur líta fyrirbærin.
    Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi:
    • Hversu algengar telja íþróttamenn hjátrú og busanir vera innan íþrótta á Íslandi?
    • Hvernig lýsa íþróttamenn hjátrú og busunum innan íþrótta á Íslandi?
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að íþróttamennirnir sem rætt var við telja þessi fyrirbæri vera mjög algeng í íþróttaheiminum og vera mikilvæg einkenni hans.
    Samkvæmt gögnum þessarar rannsóknar er hjátrú nokkuð sem flestir íþróttamenn hafa einhvern tímann á íþróttaferli sínum kynnst og hafði íþróttafólkið sem rætt var við ákveðnar skoðanir á fyrirbærinu. Busanir töldu þátttakendur rannsóknarinnar eiga sér stað í flestum íþróttagreinum, þó á mismunandi hátt. Í flestum tilfellum sé aðeins um saklausa athöfn að ræða en í stöku tilfellum grófari athafnir og jafnvel mjög grófar. Busanir virðast samt sem áður vera viðurkenndar innan hópsins og hefðirnar tengdar þessum athöfnum, sama hversu grófar þær eru, virðast halda sér frá ári til árs og milli kynslóða. Ekki eru til aðrar íslenskar rannsóknir um hjátrú og busanir í íþróttum.

  • Útdráttur er á ensku

    This goal of this thesis is to dig deeper into the world of sports and it’s
    environment with focus on superstition and hazing. This is examined
    through the eyes of the athletes. The influence that superstition and hazing
    have in sports environment and how the athletes experience them will be
    researched in this thesis.
    Interviews were taken with athletes from various sports. Participants
    were asked about their experience and stands regarding the issues. Most of
    the participants, nine athletes, were part of a focus group interview but
    also some individual interviews took part. The reason for them was to shed
    more light on the issues from other athletes in different sports then were in
    the focus group.
    The research questions that this thesis tries to answer are: Are
    superstition and hazing common in Icelandic sports? If so, in which way do
    they appear?
    The primary results show that those phenomenon’s, superstition and
    hazing, are common in sports and play a big part in it. Superstition is
    something that most athletes have had at some point during their career.
    The discussion in the focus group showed that the athletes all had their
    view about superstition and what affect it had on them.
    It looks like hazing plays at least some part in most sports. In most sports
    it is only an innocent ceremony but sometimes it can go beyond that. But it
    looks like these ceremonies are approved by the athletes no matter how
    cruel they are.
    Superstition and hazing are complex phenomenon’s. After this research
    there should be a basis to take it further and get a deeper and wider
    knowledge on those phenomenon’s in sports.

Samþykkt: 
  • 18.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjatruogbusun.SaeunnSaem.M.Ed..pdf369.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna