is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16880

Titill: 
  • Samanburður á styrk grindarbotnsvöðva hjá keppnisíþróttakonum og óþjálfuðum konum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Þó lengi hafi verið vitað að regluleg þjálfun hafi í för með sér heilsufarslegan ávinning eru einnig til vísbendingar um að viðvarandi hátt æfingaálag geti haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir konur eins og til dæmis of mikið álag á grindarbotnsvöðva. Margar konur upplifa vandamál frá grindarbotni, eins og til dæmis þvagleka, þar á meðal konur sem eru í mikilli
    þjálfun. Það sem hefur verið rannsakað í þessum efnum gefur til kynna að þvagleki og önnur vandamál tengd grindarbotnsvöðvum sé ekki einungis vandamál eldri kvenna og þeirra kvenna sem hafa fætt börn, heldur einnig ungra kvenna í góðri þjálfun sem aldrei hafa eignast barn/börn. Til eru margar rannsóknir sem hafa sýnt fram á háa tíðni af þvagleka meðal íþróttakvenna og marktækt meiri þvagleka hjá afreksíþróttakonum heldur en óþjálfuðum. Greining og meðferð við of slökum grindarbotnsvöðvum er mikilvæg því þau vandamál sem fylgja slökum grindarbotnsvöðvum geta haft veruleg áhrif á lífsgæði kvenna.
    Markmið: Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort munur sé á styrk grindarbotnsvöðva meðal keppnisíþróttakvenna annars vegar og óþjálfaðra kvenna hins vegar. Aðrar rannsóknarspurningar sem leitast var við að svara voru hve hátt hlutfall kvennanna eiga við þvaglekavandamál að stríða og hversu stór hluti þeirra kunni ekki að spenna grindarbotnsvöðvana rétt.
    Efni og aðferðir: Þetta var framskyggn samanburðarrannsókn þar sem borinn var saman styrkur grindarbotnsvöðva hjá tveimur ólíkum hópum. Þátttakendur í rannsókninni voru konur á aldrinum 18‐30 ára. Þátttakendum var skipt í tvo hópa, annars vegar kepnisíþróttakonur og hins vegar óþjálfaðar konur. Konurnar í óþjálfaða hópnum máttu ekki stunda neina reglubundna þjálfun.
    Konurnar í keppnisíþróttahópnum þurftu að hafa tekið þátt í keppnisíþrótt a.m.k undanfarin þrjú ár. Þær komu úr mismunandi íþróttagreinum; handbolta, fótbolta, körfubolta, fimleikum, tennis, badminton eða crossfit. Þær þurftu að æfa að lágmarki níu klst í viku. Allar konurnar þurftu að vera heilsuhraustar og lausar við sjúkdóma sem gætu haft áhrif á mælingarnar og máttu ekki hafa fætt barn/börn. Öflun þátttakenda fór þannig fram að haft var samband við þjálfara efstu deildar í nokkrum íþróttagreinum og rannsóknin kynnt fyrir íþróttakonunum og þeim boðið að taka þátt. Óskað var eftir að íþróttakonurnar bentu á konur sem þær þekktu og gætu tekið þátt í rannsókninni sem
    þátttakendur í samanburðarhópi.
    Alls tóku 34 konur þátt í rannsókninni, þar af 18 konur í keppnisíþróttahópnum og 16 í óþjálfaða hópnum. Gerð var ein mæling á styrk grindarbotnsvöðva hjá hverjum þátttakanda, samtímis var einnig athugað hvort konurnar kynnu að spenna grindarbotnsvöðvana á réttan hátt. Þátttakendur svöruðu einnig spurningalista sem innihélt 14 spurningar um hæð, þyngd, aldur, hreyfingu og þekkingu þeirra á grindarbotnsvöðvum ásamt spurningum um þvagleka. Niðurstöður hópanna voru síðan bornar saman. Þátttakendur mættu einu sinni á Sjúkraþjálfunarstöðina Táp þar sem mælingin fór fram og svöruðu spurningalistanum á sama tíma.
    Niðurstöður: Þátttakendur voru sambærilegir í aldri og hæð, en íþróttakonurnar voru léttari. Óþjálfaði hópurinn var með marktækt hærri Iíkamsþyngdarstuðul (LÞS) en þjálfuðu konurnar (25 vs 22,8 kg/m², p<0,05). Þjálfuðu konurnur stunduðu líkamsþjálfun í marktækt fleiri klukkustundir á viku en óþjálfaðar (11,4 vs 1,3 klst, p<0,05). Meðaltalsstyrkur grindarbotnsvöðva var 44,5 hPa í
    íþróttahópnum en 42,7 hPa í óþjálfaða hópnum. (p = 0,721). Þvagleki kom fram hjá 61,1% kvennanna í keppnisíþróttahópnum (n= 11) en aðeins 12,5 % í óþjálfaða hópnum (n= 2). Konurnar í
    keppnisíþróttahópnum áttu það allar sameiginlegt að eiga við þvaglekavandamál að stríða þegar þær voru undir miklu æfingaálagi. Hjá 22% kvennanna varð þvagleki einnig við álag, t.d. við að hnerra eða hósta. Hvað varðar þekkingu á grindarbotnsvöðvum kom fram að íþróttakonurnar voru almennt meðvitaðri um grindarbotnsvöðva en þær óþjálfuðu og þær voru líklegri til að gera grindarbotnsæfingar reglulega heldur en þær óþjálfuðu.
    Ályktun: Rannsóknin sýnir að ekki var marktækur munur á styrk grindarbotnsvöðva á milli þjálfaðra og óþjálfaðra kvenna. Því vaknar sú spurning hvort keppnisíþróttakonur þurfi að styrkja
    grindarbotnsvöðva sérstaklega, en samkvæmt þessu má ætla að grindarbotnsvöðvar styrkist ekki samhliða styrktarþjálfun annarra vöðva líkamans. Það kom á óvart hve hátt hlutfall keppnisíþróttakvenna eiga við þvagleka að stríða og að þær séu líklegri en óþjálfaðar konur til að fá þvagleka. Þrátt fyrir betri meðvitund um grindarbotnsvöðva var styrkur þeirra ekki meiri. Þessar niðurstöður renna stoðum undir mikilvægi grindarbotnsæfinga fyrir konur á öllum aldri, óháð barneignum. Íþróttaþjálfarar þurfa að vera meðvitaðri um þetta vandamál og huga sérstaklega að
    þjálfun grindarbotnsvöðva hjá konum, umfram það sem þarf meðal karla. Einnig þarf að skoða hvort grindarbotnsþjálfun ætti að vera hluti af námsefni íþróttaþjálfara til að tryggja að þeir hvetji konur til að gera grindarbotnsæfingar samhliða öðru æfingaprógrami.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: The benefits of regular exercise are well known, but there are also signs that too strenuous exercises over a period of time can have a negative impact on women´s health, for example too much stress on the pelvic floor muscles. Numerous women experience pelvic floor dysfunction, for example urinary incontinence, including well trained women. Investigators have
    shown that urinary incontinence is not only a problem amongst elderly and multiparous women, but also amongst young, healthy, nulliparous women. Previous studies have shown high rates of urinary incontinence among female athletes. Analysis and treatment for pelvic floor dysfunction is important because this problem can have negative effects on their quality of life.
    Aims: The main purpose of this study was to compare pelvic floor muscle strength between elite athletes and untrained women. Also, the aim was to find out how many of these women had urinary incontinence and to find out how many women didn´t know how to contract the pelvic floor muscles correctly.
    Material and methods: This was a prospective study, comparing pelvic floor muscle strength in female athlete vs untrained women. The participants were women aged from eighteen to thirty years old. The participants were divided into two groups, elite athletes and untrained women. The women in the untrained group did not participate in any regular exercise. The elite athletes had participated and competed in their sport for at least three years. The athletes participated in different sports, handball, football, basketball, gymnastics, tennis and BootCamp/CrossFit. The women in the athlete group trained for at least nine hours a week. The women in both groups had to be healthy, free from diseases that could influence the measures and they also had to be
    nulliparous. To recruit participants we approached trainers in different sports who introduced the study to their athletes and invited them to take part in the study. The athletes also helped to find participants in the untrained group. Thirty-four women participated in this study, eighteen women in the athlete group and sixteen in the untrained group. We measured the pelvic floor strength just once in each woman. The women also answered fourteen questions about their height, weight, age, physical activity and their knowledge about the pelvic floor muscles. The participants attended once at the physical therapist office (Sjúkraþjálfunin Táp in Kópavogur) where the measurements took
    place and the women answered the list of questions.
    Results: Participants were comparable in age and height, but the untrained group had significantly higher BMI (body mass index) than the elite athletes (25 vs. 22.8 kg/m², p<0.05). The
    athletes trained for significantly more hours per week than the untrained women (11.4 hours vs. 1.3 hours, p<0.05). The study found that the mean pelvic floor strength in the athlete group was 44.5 hPa and 42.7 hPa in the untrained group. The pelvic floor strength was not significantly different between the groups (p=0.74). The results also showed that 61.1% (n= 11) in the athlete group experienced urinary incontinence and 12.5% (n=2) in the untrained. All the athletes who had this problem usually experienced it when they were under high exercise intensity. Twenty‐two percent of the women also experienced urinary incontinence under other circumstances for example when
    coughing or sneezing. The women in the athlete group had more knowledge about the pelvic floor muscles and they were also more likely to perform pelvic floor exercises compared with the
    untrained group.
    Conclusion: There was no difference in pelvic floor muscle strength between trained and untrained women. Surprisingly, there was not a significant difference in the pelvic floor muscle
    strength between the groups as expected based on general strength training. Therefore, we conclude that pelvic floor muscles need specific training and they are not strengthened along with training of other body muscles. The rate of urinary incontinence among these young women was also surprising among the athlete group and that they were more likely to experience urinary incontinence than untrained women. These findings show the importance of specific pelvic floor exercises for all women, irrespective of age and parity. Trainers in all sports should be aware of this problem and should consider special training of the pelvic floor muscles beyond what is need in men. It should also be considered to include pelvic floor muscle training in sport trainer’s curriculum.

Styrktaraðili: 
  • Táp sjúkraþjálfun Kópavogi
    Sporthúsið heilsurækt Kópavogi
Samþykkt: 
  • 19.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS 2013 Ingunn Lúðvíksdóttir ritgerð.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna