is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16890

Titill: 
  • Málsmeðferð skattrannsókna- og efnhagsbrotamála : réttvísin - mannréttindasáttmáli - stjórnarskrá
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, kveður á um að allir eigi að fá úrlausn sinna mála ef um ákæru vegna refsiverðrar háttsemi á hendur þeim er að ræða auk þess sem ákvæði þess efnis er lögbundið í mannréttindasáttmála Evrópu. Málsmeðferðin skal vera réttlát og úrlausn mála á að vera innan hæfilegs tíma. Sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal vera saklaus uns sekt hans er sönnuð.
    Síðustu ár hafa á Íslandi orðið miklar breytingar á umhverfi rannsókna og saksókna skattalaga- og efnahagsbrotamála og ekki liggur ljóst fyrir hvernig þeim málum verður háttað í nánustu framtíð. Markmið ritgerðarinnar er að leiða fram hver framkvæmd þessara mála er á Íslandi og hvort um réttláta og ásættanlega málsmeðferð og málsmeðferðarhraða er að ræða. Með tilliti til þessa er sérstaklega borinn saman ferill rannsókna og saksókna auk málsmeðferðartíma embætta skattrannsóknarstjóra ríkisins og sérstaks saksóknara.
    Mörg þessara mála eru afar mikil að umfangi þar sem háar fjárhæðir og um mikið gagnamagn getur verið að ræða. Margir geta verið grunaðir um saknæma aðild og gríðarlegur fjöldi vitna leiddur til skýrslutöku. Að framangreindu eru mál mismikil að umfangi sem leiða til þess að ekki er hægt að framfylgja ásættanlegum málsmeðferðartíma.
    Að lokum eru dregnar fram hugsanlegar leiðir til úrbóta og aukinnar skilvirkni skattrannsókna- og efnahagsbrotamála hér á landi með tilliti til hvort rannsóknarferli og málsmeðferðartími sé ásættanlegur og réttlátur.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2016
Samþykkt: 
  • 20.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannveig_Margrét_Stefánsdóttir.pdf558.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna