is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16896

Titill: 
  • Samþætt starfsemi þriggja kirkna við menningarmiðstöð, tónlistarskóla og fjölnota safnaðarheimili
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ýmsar hræringar hafa átt sér stað hvað varðar stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Á undanförnum árum hafa þær raddir gerst sífellt háværari að ekki sé réttlætanlegt að þjóðkirkjan sé hluti af ríkisvaldinu sem styðji hana og verndi. Hvað sem því líður stendur þjóðkirkjan fyrir fjölbreyttu fræðslu-, félags- og menningarstarfi. Safnaðarheimili í ýmsum útærslum hafa risið við kirkjur síðustu áratugi og ýmsar nýjungar verið innleiddar í starfsemi þeirra. Kirkjur hafa verið notaðar sem tónlistarhús víða um land þar sem þær hafa í sumum tilfellum verið eina frambærilega aðstaðan til tónleikahalds. Markmið þessarar rannsóknar er að greina viðhorf fjórtán þátttakenda, tólf þeirra starfa innan Þjóðkirkjunnar en tveir á vegum hins opinbera, til samþættingar kirkna við menningarstofnanir sem halda úti fjölbreyttu lista- og fræðslustarfi. Fjögur leiðarstef voru lögð til grundvallar rannsókninni. Í fyrsta lagi að fá svör við því hvort trúar- og menningarstarf eigi samleið í almannarými. Í öðru lagi hvort áherslur og hlutverk Þjóðkirkjunnar séu í samræmi við stefnumótun ríkisins í menningarmálum. Í þriðja lagi hvort það sé hlutverk þjóðkirkjunnar að vera þátttakandi í menningarstefnumótun hins opinbera. Og í fjórða lagi hvort það sé æskilegt rekstrarform að tengja saman kirkjubyggingar við aðrar menningarstofnanir eins og til dæmis tónleikasali, myndlistarsali, skóla eða önnur fjölnotarými sem ætluð eru fyrir hvers konar menningarstarfsemi.
    Til rannsóknar voru þrjár stofnanir sem eru nokkuð frábrugðnar hefðbundnu rekstraformi kirkna hér á landi. Viðtöl voru tekin við tólf starfs- og nefndarmenn stofnananna en einnig var rætt við tvo embættismenn. Aðferðin sem var notuð við rannsóknina var eigindleg tilviksrannsókn byggð á persónulegum viðtölum við hvern og einn þátttakanda. Væntingar rannsakanda til afraksturs viðtalanna og úrvinnslu þeirra eru að þau varpi ljósi á þá þekkingu og þann reynslubrunn sem áunnist hefur í þessum stofnunum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að nánd helgidóms við rými sem ætluð eru veraldlegri starfsemi takmarki að einhverju leyti möguleika stofnananna. Stór þáttur í takmörkununum er einnig hönnunarleg útfærsla, samskiptaörðugleikar og ómarkviss stefnumótun. Kostirnir hins vegar eru ótvírætt meiri fjölbreytni í tengslum við starfsemi kirknanna og bætt aðstaða. Einnig þarf ekki að byggja mörg sérhæfð hús þar sem sveigjanleika fjölnota rýmanna er ætlað að slá tvær flugur í einu höggi með því að standa fyrir fjölþættri starfsemi í þágu kirknanna og almenns menningarstarfs.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2017
Samþykkt: 
  • 20.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerð_lokaútgáfa (1).pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna