is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16898

Titill: 
  • „Mamma skilur allt“ : sýn ungs fólks á hvert best er að leita við erfiðar aðstæður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um það hvernig ungt fólk tekst á við erfiðar aðstæður. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig ungt fólk í sjávarplássi á landsbyggðinni tekst á við aðstæður sem það upplifir sem erfiðar eða óyfirstíganlegar. Skoðað er hvaða leiðir það velur til að leita lausna, hvort menningarlegur og trúarlegur bakgrunnur hefur áhrif. Jafnframt er horft til þess að sérfræðiþjónusta á sviði andlegra áfalla er ekki aðgengileg í bæjarfélaginu sem mögulega setji þeim skorður. Að lokum var skoðað hvaða aðstæður það eru sem ungt fólk telur vera mjög erfiðar eða óyfirstíganlegar.
    Fræðileg umgjörð rannsóknarinnar eru félagsfræðilegar kenningar og hugtök sem fjalla um lífsviðhorf og ungt fólk við erfiðar aðstæður.
    Rannsóknin er eigindleg með einstaklingsviðtölum. Við val á þátttakendum var markmiðið að fá sem fjölbreyttastan hóp viðmælenda. Þátttakendur voru tólf ungmenni á aldrinum 17–24 ára, sex konur og sex karlar bæði af innlendum og erlendum uppruna. Viðmælendur höfðu því þrenns konar þjóðerni og þrenns konar trúarlegan bakgrunn.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt ólíkan bakgrunn viðmælenda er fjölskyldan undantekningarlaust sá aðili sem þau kjósa helst að leita til í erfiðum aðstæðum. Sú manneskja sem virðist þó vera mikilvægust og standa viðmælendum næst er móðirin. Hennar hlutverk er veigamikið bæði í blíðu og stríðu. Jafnframt kemur fram að þeir viðmælendur mínir sem hafa alist upp við kaþólska trú leita frekar en aðrir til guðs og bænarinnar en aðrir einstaklingar innan hópsins.
    Það er von mín að frásagnir viðmælenda minna nýtist á einhvern hátt til að skilja ungt fólks í fjölmenningarlegu samfélagi til að koma til móts við þarfir þess á erfiðum stundum.

  • Útdráttur er á ensku

    „Mother understands everyrthing“ Young people´s vision of the best place to look to in difficult circumstances
    This thesis looks at the ways and methods young people use to deal with difficult circumstances. The aim of this study is to explore how young people in a rural fishing town handle circumstances that they themselves find difficult or insurmountable. The study examines how young people choose to seek solutions, and whether cultural and religious background has some influence. It also looks into whether access to support services restricts young people´s options to deal with difficult situations. Furthermore it is examined what sort of circumstances young people consider to be insurmountable.
    Sociological theories and concepts that focus on attitudes and young people in difficult circumstances provide a theoretical framework for this study. The research is qualitative with in depth personal interviews. The goal of the selection process was to have as a diverse group of research participants as possible. In order to achieve this goal, twelve persons aged 17–24 years old were chosen to be participants, six females and six males with three different religious backgrounds including four persons of foreign origin.
    Despite diversity in their background, the study concludes that the family is invariably the source of support the participants look to when faced with a difficult situation. Within the family the mother seems to be the most important and most supportive figure to the participants. Her role is crucial for their well-being, either when things are going well or when difficulties arise. The conclusion also shows participants that raised with catholic beliefs are more prone to turn to God and prayer than other participants in the group. It is my hope that the stories of my participants will be of some use in creating an understanding of the needs of young people when they are faced with difficult circumstances and support for them is crucial.

Samþykkt: 
  • 20.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnhildur Björk Gísladóttir prent.pdf862.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna