is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16900

Titill: 
  • „Ég heyri það sem þú segir en ég skil þig ekki“ : upplifun og reynsla grunnskólakennara af kennslu nemenda með sértæka málþroskaröskun í skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta, 2011, segir að grunnskólar á Íslandi eigi að vera skólar án aðgreiningar. Það merkir að allir nemendur eru velkomnir í skólann og að nemendahópurinn er margbreytilegur. Kennarar þurfa því að vera undir það búnir að vinna með ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og eiga þeir að vinna í samstarfi við aðra af fagmennsku sem byggist á sérfræðilegri starfsmenntun, þekkingu, viðhorfum og siðferði í starfi. Umsjónarkennarar bera meiri ábyrgð á nemendum sínum en aðrir kennarar.
    Útilokað er að útskrifa kennara úr námi þannig að þeir séu undirbúnir undir kennslu allra í fjölbreytilegum nemendahópi enda ómögulegt að segja til um það fyrirfram hvað getur mætt þeim í starfi.
    Þar sem kennarar eiga að starfa af fagmennsku og að ekki er hægt að undirbúa þá undir allt sem getur beðið þeirra í starfi þurfa þeir að hafa aðgang að sérfræðingum sem þeir geta leitað til eftir samstarfi, ráðgjöf og fræðslu líkt og kemur fram í Aðalnámskránni.
    Í eigindlegri viðtalsrannsókn voru fjórir starfandi umsjónarkennarar spurðir um upplifun og reynslu af kennslu nemenda með sértæka málþroskaröskun, samstarf við aðra og hvort þeir hefðu aðgang að þeim upplýsingum, ráðgjöf og sérfræðiþekkingu sem þeir þurfa á að halda til að geta starfað af fagmennsku með hag nemenda að leiðarljósi.
    Niðurstöður leiddu í ljós að skilningur þeirra á sértækri málþroskaröskun og kennslu nemenda sem glíma við hana byggist fyrst og fremst á reynslu í starfi og á reynslu annarra. Þær leiddu einnig í ljós að þeir hafa ekki aðgang að sérfræðingum í starfinu. Það er því ósamræmi á milli þess sem fram kemur í Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta, 2011, um að kennarar í skóla án aðgreiningar eigi að hafa aðgang að sérfræðiþekkingu og þess sem umsjónarkennarar upplifa og reyna í starfi með nemendur með sértæka málþroskaröskun.

  • "The Experiences of Compulsary School Teachers of Dealing with Students with Special Language Impairment (SLI)"
    The Icelandic National Curriculum Guide for Compulsory Schools (2011)
    states that Icelandic compulsory schools are inclusive. This means that the
    compulsory schools are open to all students which makes the student body,
    in each school, very diverse. Teachers have to be prepared to work with this
    diversity, to be prepared to work with many individuals that have perhaps,
    as many different needs as the number of the students. The teachers are
    also expected to practise cooperation, a high level of professionalism,
    based on their specialist training, knowledge, attitude, and job ethics.
    Homeroom teachers take on an even greater responsibility than do others.
    It is not possible to train student teachers in a manner that prepares
    them for teaching everyone in a class that consists of very diverse students
    because it is impossible to foresee which problems they are likely to face.
    As teachers should conduct themselves in a very professional manner
    and as we acknowledge that they cannot be prepared for everything they
    may have to face on the floor, it is essential that they have an easy access
    to specialists where they should be able to get cooperation, counselling and
    training, as described in the National Curriculum guide.
    In this qualitative study, four homeroom teachers were interviewed and
    asked about their experience working with students that have Special
    Language Impairment (SLI). They were also asked about their collaboration
    with other teachers, access to specialist services/consultation, information
    and advice they needed to have to be able to work at an adequate level of
    professionalism with students experiencing SLI.
    Conclusions drawn demonstrate that the knowledge and understanding
    these teachers have of SLI and teaching students burdened by it, is mainly
    sourced from colleagues on the job. The study also shows that they do not
    have access to specialists in the school. Hence there is a discrepancy. On
    one hand, it is stated in the National Curriculum (General section 2011) that
    teachers in inclusive schools should have access to specialist knowledge. On
    the other hand, we have teachers that state they are lacking in almost every
    field when working with students that suffer from Special Language
    Impairment (SLI).

Samþykkt: 
  • 20.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta María Þorkelsdóttir.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Einungis leyfilegt að lesa af skjá.