is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1693

Titill: 
  • Menntun stjórnenda á Austurlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið með þessu verkefni er að kynna fræðilega þætti sem snúa að stjórnun og menntun stjórnenda. Þessa fræðilegu umfjöllun notar höfundur til hliðsjónar við að kanna menntun stjórnenda á Austurlandi. Í upphafi verkefnis er farið yfir þá þætti sem snúa að aðferðafræði s.s. tilgang rannsóknar, mælitæki og framkvæmd hennar.
    Fyrri hluti verkefnis byggir á fræðilegum gögnum og fyrirliggjandi upplýsingum og rannsakandi kynnti sér enn nánar til að skilgreina hugtök á borð við stjórnun, stjórnandi og stjórnunaraðferðir. Einnig fer höfundur yfir gögn sem snúa að menntun og mikilvægi hennar í starfi stjórnanda.
    Í seinni hluta verkefnis eru niðurstöður úr rannsókn sem höfundur gerði í mars árið 2008, þar sem spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur og þær bornar saman við önnur gögn sem safnast hafa og snúa að menntun stjórnenda. Þátttakendur voru 116 talsins, þar af 32 konur og 84 karlar. Þátttakendur voru stjórnendur í fyrirtækjum á Austurlandi með 5 eða fleiri starfsmenn.
    Í umræðukafla verkefnis er farið yfir einkenni þátttakenda og helstu niðurstöður ásamt því að rannsóknarspurningum er svarað. Helstu niðurstöður voru þær að háskólamenntaðir stjórnendur á Austurlandi eru hlutfallslega færri en háskólamenntaðir stjórnendur eru á landsvísu. Hlutfall þeirra sem lokið hafa sérstöku námi á sviði stjórnunar er rétt um þriðjungur. Viðhorf til menntunar er jákvætt og telja flestir stjórnendur að menntun vegi mjög þungt eða frekar þungt í starfi.
    Í lok umræðukafla eru tillögur að nýjum rannsóknum kynntar útfrá niðurstöðum og farið yfir takmarkanir rannsóknarinnar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 16.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HA050403_eintak leiðbeinanda og prófdómara.pdf753.6 kBLokaðurMenntun Stjórnenda á Austurlandi-heildPDF
Efnisyfirlit.pdf67.78 kBOpinnMenntun Stjórnenda á Austurlandi-efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf119.05 kBOpinnMenntun Stjórnenda á Austurland-heimildaskráPDFSkoða/Opna