is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16941

Titill: 
  • Ungir feður á Íslandi: Vægi stuðnings og hlutverk hins opinbera
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig stuðningi og þjónustuúrræðum við unga feður á Íslandi er háttað. Í því fólst meðal annars að kortleggja hlutverk og þátttöku hins opinbera. Rannsóknin byggir á fyrirbærafræði eigindlegra rannsóknaraðferða og voru tekin óstöðluð einstaklingsviðtöl við sex þátttakendur. Þátttakendur áttu það allir sameiginlegt að hafa orðið feður tvítugir eða yngri á árunum 2006-2011. Niðurstöðum rannsóknarinnar er ætlað að veita þekkingu, sem nýst getur við mótun stuðningsúrræða fyrir unga feður á Íslandi og aukið almenna vitundarvakningu um hag þeirra og þarfir. Rannsókninni er einnig ætlað að skapa umræðu um málefni ungra feðra á Íslandi og vekja þannig áhuga almennings og yfirvalda á þeirra stöðu. Meginniðurstöður þessarar rannsóknar eru að skortur sé á opinberum stuðningi og þjónustuúrræðum fyrir unga feður á Íslandi. Allir þátttakendur í rannsókninni töldu að þjónusta fyrir unga feður á vegum hins opinbera ætti að vera meiri og markvissari. Þau úrræði sem eru til staðar eru illa kynnt og vitneskja um þau berst ekki til ungra feðra. Sá stuðningur sem ungir feður fá er að mestu, eða öllu leyti, frá aðstandendum. Aðstandendur hafa þó ekki alltaf burði til að mæta öllum þeim þörfum sem ungir feður hafa. Þar ætti hið opinbera að koma til skjalanna og vera öryggisnet fyrir þá sem á því þurfa að halda, til að auðvelda þeim að takast á við nýtt og samfélagslega mikilvægt hlutverk, öllum viðkomandi til hagsbóta.
    Lykilorð: Ungir feður, stuðningur, opinber þjónusta, eigindlegar rannsóknaraðferðir

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to explore how support and service measures for young fathers in Iceland are conducted. This included among other things mapping the role and participation of the public sector. The study is based on the phenomenology of qualitative research methods and unstructured interviews were conducted with six individual participants. The participants had all become fathers at age 20 or younger in the period of 2006-2011. The results of the study are aimed at providing applicable knowledge that can help the structuring of supportive measures for young fathers in Iceland and serve as a way of raising general awareness of their needs and well-being. The study is also aimed at raising the issues of the situation of young fathers in Iceland and invoking the interest of the general public and government in the discussion. The main results of this study are that there is a lack of public support and service resources for young fathers in Iceland. All participants in the study agreed that public service for young fathers needed to be more substantial and better focused. The existing measures available to young fathers are poorly presented to them and fail in reaching them. The support that young fathers receive is mostly, or completely, derived from their friends and families. Despite their support, friends and families are not fully equipped to fulfill all the needs that young fathers have. That is when the government should enter the picture and serve as a safety net for those that require it, helping them face the new and communally important role, for the good of all parties concerned.
    Key words: Young fathers, support, public service, qualitative research methods

Samþykkt: 
  • 16.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal skemman.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna