is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16945

Titill: 
  • Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna. Áhrif á líf og líðan karlkyns þolenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi má áætla að um 17% barna hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur og að um 7% gerenda kynferðisofbeldis gagnvart börnum á Íslandi séu konur. Vísindalegt gildi þessarar rannsóknar er fyrst og fremst að stuðla að aukinni þekkingu á
    kynferðisofbeldi gagnvart drengjum og varpa ljósi á afleiðingar kynferðisofbeldis kvenna gagnvart ungum drengjum. Viðtöl voru tekin við fimm karlmenn á aldrinum 30 til 65 ára sem höfðu verið misnotaðir kynferðislega af konum í æsku. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að enginn af viðmælendunum sagði frá kynferðisofbeldinu fyrir 18 ára aldur. Flestir þeirra þögðu langt fram á fullorðinsárin með tilheyrandi skömm og sektarkennd. Allir viðmælendurnir greindu frá mikilli vanlíðan á fullorðinsaldri, til að mynda þunglyndi, kvíða, félagsfælni, sjálfskaðandi hegðun, lélegri sjálfsmynd, að þeir ættu erfitt með að setja öðrum mörk og ættu í erfiðleikum með kynlíf og náin sambönd.

  • Útdráttur er á ensku

    It is estimated that in Iceland approximately 17% of children under the age of 18 have been subjected to sexual abuse and 7% of sexual abusers are female. The aim of this study was to increase the understanding of sexual abuse and its effects on young boys
    abused by women. Five male victims of female sexual offenders were interviewed for the study. The participants were between the ages of 30 and 65 at the time of the interviews and had all been sexually abused by women in childhood. The studys main findings were that none of the study participants attempted to disclose the sexual abuse before the age of 18. Most of the study participants withheld disclosure well into adulthood and suffered the associated shame and guilt. All of the participants had suffered immense emotional pain in adulthood and among the difficulties the participants mentioned were depression, anxiety, social phobia, self‐destructive behavior, poor self‐image, difficulties in setting boundaries and difficulties with sex and intimate relationships.

Samþykkt: 
  • 16.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HilmarEndanlegt.pdf998.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna