is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16953

Titill: 
  • Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu kvenna af því að missa maka sinn þegar þær voru á aldrinum 25-45 ára og varpa ljósi á það hvernig þær tókust á við þann missi. Rannsakandi lagði áherslu á að fá innsýn í þá andlegu og félagslegu þætti sem konurnar þurfa að eiga við. Niðurstöður rannsóknarinnar veita mikilvæga innsýn í það ferli sem fer í gang við missi maka og hvaða þættir það eru sem konurnar eru líklegar til þess að finna fyrir í kjölfarið. Jafnframt gefa niðurstöðurnar góða vísbendingu um hvaða atriði aðstandendur og fagfólk geti haft í huga í starfi sínu og umgengni við ekkjur. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi og felst mikilvægi hennar því í nýmæli rannsóknarinnar og vonast rannsakandi til að með tilkomu hennar vakni áhugi annarra á málefnum þessara kvenna. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex konur sem höfðu misst maka sinn. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þær hafi allar fundið fyrir vanlíðan í kjölfar andlátsins og allar nema ein töldu sig hafa orðið fyrir áfalli. Allar fundu þær fyrir ólíkum tilfinningalegum viðbrögðum en reiði og einmanaleiki voru algengustu tilfinningarnar hjá konunum. Allar gengu þær inn í ný hlutverk í lífi sínu. Niðurstöður sýndu einnig að félagslegur stuðningur hafði mikið að segja í bataferlinu og fjölskylda og vinir eiga stóran þátt í velgengni kvennanna við úrvinnslu á áfallinu. Að lokum sýndu niðurstöður að reynsla kvennanna einkenndist af bæði jákvæðu og neikvæðu viðmóti fólks í umhverfinu. Við greiningu gagna komu í ljós fjögur þemu sem hvert og eitt innihélt mismörg undirþemu. Þemun fjögur voru: andlegir þættir, félagslegir þættir, tengsl og úrvinnsla. Við greiningu gagnanna kom í ljós að aðkoma félagsráðgjafa á vel heima innan þessa málaflokks og geta þeir gegnt þýðingarmiklu hlutverki í vinnu með ekkjum.
    Lykilorð: Makamissir, ekkjur, sorg, sorgarviðbrögð, úrvinnsla, félagsráðgjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to gain insight into women's experience of losing their partners when they were aged 25-45 and shed light on how they dealt with that loss. The researcher focused on gaining insight into the psychological and social factors that the women had to deal with. The findings will provide important insight into the process that is triggered with the loss of a spouse and what issues the women are likely to experience as a result. Furthermore, the results provide a good indication of what issues relatives, family members and professionals should keep in mind in their work and interactions with widows. This is the first study of its kind in Iceland and the researcher hopes it will arouse the interest of others in this subject matter. The study was a qualitative interview study where six women who had lost their partners were interviewed. The findings indicate that all the women have felt distress since the death of their spouse and all but one had experienced shock. They all noticed different emotional responses, the most common being anger and loneliness. All of them inhabited new roles in their lives. The findings also indicate that social support was a significant factor in the recovery process and family and friends play a large part in how successful the women were processing the trauma. Finally, the findings showed that the women experienced both positive and negative attitudes from people around them. By analysing the data; four main themes were revealed, each containing a series of sub-themes. The four themes were: psychological factors, social factors, relationships and processing. The analysis of the data revealed that the involvement of social workers is well suited to this area and they can play an important role in working with widows .
    Keywords: loss of spouse , widows , grief, mourning process , processing , social work.

Samþykkt: 
  • 17.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Matthildur Jóhannsdóttir MA RITGERÐ-1.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna