is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1695

Titill: 
  • Innleiðing straumlínustjórnunar hjá viðskiptaumsjón Kaupþings : viðhorf starfsmanna og árangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið sem metið er til 6 eininga, er unnið sem lokaverkefni á stjórnunarbraut við Viðskipta- og raunvísindadeild við Háskólann á Akureyri undir leiðsögn Þórðar S. Óskarssonar, Ph.D. og aðjunkts við Háskóla Íslands. Einnig naut ég aðstoðar Unnar Ágústsdóttur sérfræðings hjá Kaupþingi banka hf. sem var tengiliður minn á meðan á verkefninu stóð.
    Við samruna Búnaðarbanka Íslands hf. og Kaupþings hf. varð að veruleika stærsti samruninn í íslenska viðskiptaheiminum og hafði hann mikil áhrif á samkeppnisstöðu bankans. Vegna stærðarhagkvæmni sem hlaust af samrunanum var líklegt að viðskiptavinir og hluthafar myndu hafa hag af en starfsmenn bankans voru með blendnar tilfinningar. Þar sem tvær einingar af nær öllum stoðdeildum varð nú til hlaut að þurfa að fækka eða færa til starfsfólk. Bakvinnslusvið Kaupþings hf. og miðvinnsla Búnaðarbanka Íslands hf. voru sameinuð í eitt bakvinnslusvið en þar sem verksvið þeirra voru ólík þurfti ekki að segja upp fólki. Sú staðreynd að verkefni þeirra voru ólík og að mikill munur var á fyrirtækjamenningu þessara sviða er mögulega orsök þess að full sameining náðist ekki. Til að freista þess að ná fram einni fyrirtækjamenningu og lækka kostnað að kröfu viðskiptavina, var farið í gagngerar breytingar á sviðinu og ákveðið að innleiða aðferðir straumlínustjórnunar. Markmiðið með því er að fá starfsfólk til að vinna saman að krefjandi verkefnum sem skili starfsfólkinu starfsánægju, sviðinu hagræðingu og bættri ímynd og ekki síst ánægðari viðskiptavinum.
    Í verkefninu er leitast við að svara því hvort viðhorf starfsmanna til innleiðingar straumlínustjórnunar hjá Viðskiptaumsjón hafi breyst á þeim sex mánuðum sem innleiðingin hefur staðið yfir og hvort einhver mælanlegur árangur hafi náðst á tímabilinu. Niðustaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að viðhorf starfsmanna til innleiðingar straumlínustjórnunar er frekar jákvætt og að strax á þessum fyrstu sex mánuðum innleiðingar hefur náðst umtalsverður ávinningur. Það er því tillaga höfundar að það verði haldið áfram að vinna að markvissri innleiðingu straumlínustjórnunar á sviðinu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2013
Samþykkt: 
  • 16.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK2106, Hrafnhildur Jónsdóttir ha050266_úrdráttur.pdf68.47 kBOpinnInnleiðing straumlínustjórnunar - útdráttur, efnisyfirlit, heimildaskráPDFSkoða/Opna
LOK2106 Hrafnhildur Jónsdóttir ha050266.pdf864.78 kBOpinnInnleiðing straumlínustjórnunar - heildarskjalPDFSkoða/Opna