ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1696

Titill

Innleiðing nýrrar sýnar

Leiðbeinandi
Útdráttur

Verkefni þetta er lokaverkefni höfundar til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Í fyrri hluta verkefnisins er fjallað á fræðilegan máta um innleiðingu stefnumótunar út frá skipulagi fyrirtækja, mannauðsstjórnun, menningu og stjórneftirlitskerfum.
Í síðari hlutanum er fjallað um þær breytingar sem Olíufélagið Essó gekk í gegnum þegar félagið fékk nýtt nafn og nýja ásýnd. Breytingarnar eru sérstaklega skoðaðar með tilliti til fræðanna um innleiðingu stefnumótunar sem fjallað er um í fyrri hluta ritgerðarinnar.
Rannsóknarspurningin sem leitað er svara við er:
Hvernig hefur tekist til með skipulagsbreytingar og samruna við stofnun N1 samsteypunnar?
Fyrirtækið stóð frammi fyrir mikilli áskorun vegna ímyndarvanda og uppkaupa á fjölda smærri fyrirtækja. Ákveðið var að ganga til sameiningar allra félaganna undir nýju nafni og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að segja skilið við Esso vörumerkið og skilja ímyndarvandann eftir, og hins vegar að efla markaðssókn félagsins undir einu nafni í stað fjölmargra áður. Allt leiddi þetta af sér töluverða hagræðingu. Í heildina litið má því segja að vel hafi tekist til með skipulagsbreytingar og samruna við stofnun N1 samsteypunnar.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til júlí 2013

Samþykkt
16.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Innleiding_nyrrar_... .pdf2,23MBOpinn Lokaritgerðin öll PDF Skoða/Opna
Innleiding_nyrrar_... .pdf76,1KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Innleiding_nyrrar_... .pdf102KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Innleiding_nyrrar_... .pdf29,3KBOpinn Útdráttur PDF Skoða/Opna