is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16960

Titill: 
  • Breytingar í parsambandi eftir fæðingu fyrsta barns: Ytri og innri áhrifaþættir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er „Breytingar í parsamböndum eftir fæðingu fyrsta barns“. Markmiðið er að kanna þær breytingar sem pör upplifa á þessu tímabili og eru ytri og innri áhrifaþættir á parsambandið hafðir að leiðarljósi varðandi uppbyggingu rannsóknar. Eigindlegri aðferð var beitt við vinnslu rannsóknar. Tekin voru viðtöl við fimm pör sem annars vegar höfðu farið á námskeiðið Að verða foreldri á vegum Rannsóknarstofnunar í fjölskyldu- og barnavernd, (RBF) og hins vegar fimm foreldra sem ekki höfðu sótt slíkt forvarnarnámskeið. Tilgangurinn var m.a. að kanna hvað er líkt og ólíkt með þessum tveimur hópum hvað varðar breytingar og upplifun á þessu tímabili, og hvernig tekist er á við hið nýja hlutverk, að verða foreldri. Við val á þátttakendum var notast við markvissa úrtaksaðferð (purposive sample).
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ekki virtist hægt að sjá verulegan mun á umræddum hópum, það er að segja, báðir hóparnir upplifðu sömu breytingar auk erfiðleika innan parsambandsins með að ná jafnvægi innan þrenndarinnar. Þetta snéri þá helst að umönnun barns, heimilisverkum og samskiptaháttum.
    Tilraunahópurinn hafði að takmörkuðu leyti tileinkað sér þær aðferðir sem kenndar voru á námskeiðinu. Fáir þátttakendur í tilraunahóp höfðu sýnt einhverja tilburði til að rifja upp efni úr námskeiðinu, en allir í hópnum tóku það sérstaklega fram að þörf væri á upprifjun eða eftirfylgni til að námskeiðið skilaði tilætluðum árangri. Þessi ábending hópsins bendir til nauðsynjar þess að bjóða upp á einhvers konar framhaldsnámskeið eða fræðslu eftir að barnið er fætt.

Samþykkt: 
  • 19.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynja Rut Vilhjálmsdóttir, pdf..pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna