is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16968

Titill: 
  • Trúir þú á fósturráðstöfun sem úrræði? Viðhorf fagaðila til fósturráðstafana barna
  • Titill er á ensku Do you believe in foster care arrangements? Attitudes of professionals to foster measures for children.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf og reynslu fagaðila til fósturráðstafana barna með tilliti til þess laga- og regluverks sem unnið er eftir við meðferð fósturmála. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og voru tekin viðtöl við sex fagaðila barnaverndarnefnda í Reykjavík og nágrenni. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á viðhorf og reynslu þeirra til fósturráðstafana barna og hvaða breytinga væri þörf á til að gera starf fagaðila betra, sem myndi stuðla að bættum hag fósturbarna og fjölskyldna. Helstu niðurstöður eru þær að reynsla og viðhorf fagaðila til fósturráðstafana barna er að mestu leyti góð. Fagaðilar telja sig þó vera undir miklu álagi í starfi og telja það laga- og regluverk sem fara þarf eftir vera flókið ásamt því að taka frekar mið af foreldrarétti fremur en barnarétti. Þá telja fagaðilar að samráð sé haft við öll börn en mismikið og fer það eftir eðli máls. Helstu breytingar sem fagaðilar vilja sjá í starfi sínu eru meðal annars að fá fleiri fósturheimili á höfuðborgarsvæðið, gera starf fósturforeldra eftirsóknarverðara og að samræma þurfi greiðslur milli sveitarfélaga til fósturforeldra. Fagaðilar vilja einnig fá skýrari verklagsreglur milli Barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu um ábyrgðarhlutverk þeirra sem og að eftirlits- og ráðgjafarhlutverk Barnaverndarstofu sé ekki í sömu hendi. Mikilvægi rannsóknarinnar liggur þannig í því að efla og þróa frekari rannsóknir á sviði fósturmála. Svo virðist sem að ekki hafi verið gerð rannsókn hér á landi þar sem viðhorf og reynsla fagaðila til fósturráðstöfunar barna eru skoðuð með tilliti til laga- og regluverks. Niðurstöður rannsóknarinnar veita því mikilvæga innsýn í starf þeirra og er hluti af þeirri þróun sem þarf til að efla og bæta starf fagaðila, með það að leiðarljósi að það skili sér í bættum hag barna og fjölskyldna.

  • Útdráttur er á ensku

    This study examined the attitudes and experiences of professionals regarding fostering measures and procedures of children with respect to laws and regulations. The study was based on qualitative research and six child welfare professionals were interviewed in Reykjavík and the neighbouring areas. The purpose of the interviews was to explore attitude and experience toward foster care measures and to see if the regulatory framework needed changes. The results showed that the experience and professional attitude to foster measures are mainly positive. However, the professionals feel that they are under much pressure due to the nature of the cases and deem the legal and regulatory framework as being complex and in many cases putting parental rights over children's rights. The professionals agreed that most often the children’s views were taken into account, but it varies and depends on the nature of the cases. The main concerns the professionals identified were the need to increase the number of foster homes, the need make it more attractive for the public to take on the role of foster parents and that support payments between local governments differ, and the professionals think payments should be equal. In addition the professionals identify a lack of consensus and cooperation between the individual offices of Child Protection Services and the Child Welfare Agency and want to see clearer rules about who is responsible when problems arise. Professionals also felt that the monitoring and advisory role of Child Welfare should be divided between two offices but not controlled by only one. The importance of this study lies in strengthening and developing further research in the field of foster care and children services in Iceland. There is a need for a more comprehensive study where the experience and views of professionals is taken into account to make the legal framework more effective for children from broken homes. The findings provide an important insight into the professional environment and can be used in the development of promoting and improving professional practice that in turn can benefit children and families.

Samþykkt: 
  • 20.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA2013-Lilja Dögg Magnúsdóttir.pdf976.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna