is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16971

Titill: 
  • Einstakar mæður. Tæknifrjóvganir einhleypra kvenna
  • Titill er á ensku Single mothers by choice. Reproductive technology amongst single women
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á upplifanir og viðhorf einhleypra kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að hafa eignast barn/börn með aðstoð tæknifrjóvgunar með gjafasæði. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa meðal annars innsýn í það á hvaða forsendum konurnar tóku ákvörðun um að fara þessa leið til barneigna, hvernig þær upplifðu tæknifrjóvgunarferlið og hvernig viðbrögðum þær mættu hjá sínum nánustu. Ásamt þessu gefa niðurstöður innsýn í viðhorf þeirra gagnvart uppeldi án annars foreldrisins og hvað þeim finnst um rétt barnsins til að fá að vita um uppruna sinn. Lítið hafa verið rannsökuð málefni einhleypra kvenna sem fara í tæknifrjóvgun hér á landi og getur því rannsókn af þessu tagi bætt mikilvægum upplýsingum í íslenskan þekkingargrunn um tæknifrjóvganir. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex einhleypar konur á aldrinum 34-48 ára sem allar eiga sameiginlegt að hafa eignast barn/börn með tæknifrjóvgun. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að konur velji þessa leið til barneigna fyrst og fremst vegna þess að þær þrá að eignast barn og upplifa móðurhlutverkið. Ásamt því er makaleysi og aldur kvennanna stór hluti af niðurstöðu ákvörðunar. Vísbendingar eru um að konur sem velja þessa leið til barneigna hafi undirbúið sig vel fyrir hlutverkið, þær hafi sterkt stuðningsnet í kringum sig og séu sjálfstæðar, bæði félags- og fjárhagslega. Öllum viðmælendum þykir mikilvægt að barn fái að vita um uppruna sinn og hvernig það var getið. Mismunandi er þó hvort kona velji þekktan eða óþekktan sæðisgjafa. Ánægja og þakklæti var meðal viðmælenda um að þessi leið skuli vera leyfð hér á landi og þykir þeim dásamlegt að hafa fengið tækifæri til að upplifa móðurhlutverkið.
    Lykilorð: Tæknifrjóvgun, einhleypar konur, sæðisgjafi og uppruni barns.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to shed light upon experiences and attitudes of single women who have in common having given birth to child/children with the aid of reproductive technology. The results of this study gives insight into on what grounds the women made their decision to use this method to get pregnant, how was their experience of the whole fertility process and what were the reactions of people close to them. Also the results give insight of their view of raising a child without the other parent and what their opinion is of their child´s right to know about its origin. There have not been many studies of the circumstances of single women who use reproductive technology in Iceland. Therefore a study of this kind may add important information into Icelandic knowledge of reproductive technology. Participants of this study were six single women at the age of 34-48 years. They all have in common having had a child or children at the help of reproductive technology via sperm donor. The result of this study indicates that women will choose this method of having children for the main reason that they desire to have a child and to experience motherhood. Besides that there is their age and the lack of a partner a great reason for this decision. There is an indication that women that choose this way for childbirth/pregnancy have prepared themselves well for the task. They have a strong net of support around them and are independent socially and financially. All the participants find it important for a child to know about its origin and how it was conceived. However, it is variable wether the women chose a known or an unknown sperm donor. Among the participants of this study there was content and gratitude that this method is being legalized in this country and they find it wonderful that they have had the chance to experience motherhood.
    Key words: Reproductive technology, single women, spermdonor and origin of a child.

Samþykkt: 
  • 20.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Magnúsdóttir.pdf1 MBOpinnPDFSkoða/Opna