is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16979

Titill: 
  • „Þetta er svo rosalega víðfeðmt.“ Starf mannauðsstjóra sveitarfélaga á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að komast að því hver séu helstu verkefni mannauðsstjóra sveitarfélaga á Íslandi og áhrif starfsumhverfis á störf þeirra. Sveitarfélögin á Íslandi eru stórir vinnuveitendur og vinnur um 11% alls vinnuafls á Íslandi hjá þeim. Þrátt fyrir það eru áherslur þeirra í mannauðsmálum misjafnar og hafa ekki mörg sveitarfélög ráðið til sín mannauðs- eða starfsmannastjóra sem hefur mannauðsmál að aðalstarfi.
    Rannsóknir sem gerðar hafa verið á störfum mannauðsstjóra á Íslandi sýna að starf þeirra er afar fjölbreytt og hefur tekið nokkrum breytingum frá efnahagshruninu 2008.
    Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn, unnin eftir aðferð Grundaðrar kenningar (e. grounded theory). Tekin voru viðtöl við átta mannauðsstjóra hjá sveitarfélögum sem allir hafa mannauðsmál að aðalstarfi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að starf mannauðsstjóranna væri afar víðfeðmt. Verkefnin væru mörg og höfðu mannauðsstjórarnir afar gaman af starfinu sínu. Samskipti við stjórnendur stofnana var stærsti þátturinn í starfinu en auk þess fer mikill tími í ráðningar, sérverkefni, fræðslu og símenntun, launamál og kjarasamninga. Starfsumhverfi mannauðsstjóra sveitarfélaga er um margt sérstakt og eru margir þættir sem áhrif hafa á störf þeirra. Stofnanir sveitarfélaga eru fjölbreyttar og ólíkar og hafa á að skipa fjölbreyttum hópi starfsmanna með margskonar bakgrunn og menntun og hefur þetta áhrif á starf mannauðsstjóranna og fjölbreytni þeirra verkefna sem þeir sinna. Stjórnsýslulögin setja mannauðsstjórunum miklar skorður og hefur pólitíkin með ólíkum áherslum og afskiptum einnig áhrif. Sveitarfélögunum er mörgum þröngur stakkur búinn og hefur fjármagnsskortur einnig áhrif á mannauðsstjórana og störf þeirra. Mikið álag einkennir starfið og lýsir það sér helst í þeim fjölda verkefna sem mannauðsstjórinn þarf að sinna og þeim óvæntu málum sem sífellt koma upp. Að lokum geta hin neikvæðu og oft erfiðu mál sem mannauðsstjórarnir þurfa að koma að, haft áhrif á persónulega líðan þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this project was to discover what the work of human resource managers for municipals in Iceland involves and how their working environment affects their work. Municipals in Iceland are large employers who employ around 11% of the total workforce in Iceland. Despite this the focus of their human resource management (HRM) varies and there are not many municipals that have hired HR or personnel managers whose primary job is human resource management.
    Studies that have been made into the work of HR managers in Iceland show that their job is extremely diverse and has undergone some changes since the economic collapse of 2008.
    This study is a qualitative interview study, based on the grounded theory method. Interviews were conducted with eight HR managers of municipals in Iceland, all of which have HRM as their primary job.
    The main results of the study showed that the HR manager´s job was very diverse. They all had many various tasks and thoroughly enjoyed their work. The largest element of their work was liaising with managers of various agencies and in addition they spent a lot of time on staffing, special projects, training and human resource development, salary issues and wage settlements. The working environment of HR managers of municipals is unique and there are many factors that affect their jobs. Municipal institutions are varied and diverse and they employ a diverse group of employees with different backgrounds and education. This has an impact on the HR manager´s work and the diversity of the projects that they undertake. The Administrative Procedures Act imposes heavy constraints on the HR managers and they are also affected by politics with its various priorities and interventions. Many municipals face economic restraints and capital shortages that affect the HR managers and their work. The work is highly stressful which the number of tasks that the HR managers need to conduct and the unexpected issues that continually arise demonstrates. Finally, the negative and often difficult issues that the HR managers need to address can affect their personal wellbeing.

Samþykkt: 
  • 27.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þetta er svo rosalega víðfemt. Starf mannauðsstjóra sveitarfélaga á Íslandi. Herdís Rós.pdf2.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna