ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1697

Titill

iRobot Roomba

Útdráttur

Mikilvægt er að fyrirtæki móti stefnu og áætlun um hvernig þau hyggist sinna markaðsstarfi sínu til þess að samhæfa aðgerðir þess. Lykilatriði er að þekkja samkeppnisumhverfi fyrirtækisins, þarfir markhópsins og vera vakandi fyrir tækifærum sem bjóðast. Athyglisvert var að skoða þetta ört vaxandi fyrirtæki. Vilji eiganda iRobot ehf. til að ná árangri og þjónusta viðskiptavini sína skín í gegn og er einlægur. Í verkefninu er markaðurinn greindur, settur saman rýnihópur og rætt við söluaðila. Á grundvelli greiningar og rannsóknar eru markmið fyrirtækisins skilgreind og sett fram markaðsstefna. Lögð er fram kynningaráætlun til eins árs. Þar er áhersla lögð á upplýsandi þætti í auglýsingum, sjálfvirknina, hagkvæmnin af notkun ryksugunnar og tímasparnaðinum. Einnig er aðeins komið inn á tilfinningalega þáttinn í auglýsingum en það skal notað hæfilega á meðan vörumerkið er að festa sig betur í sessi sem gæðavara. Sérstaða iRobot Roomba er gervigreindin og sjálfvirknin. Til að ná árangursríkri staðfærslu er grundvallaratriði að hafa skýra stefnumótun, leggja áherslu á hvað það er sem aðgreinir okkur frá samkeppnisaðilanum og hvernig við ætlum að koma þessari aðgreiningu til skila. Ryksugan er hönnuð til að framkvæma þrifin sjálf og eykur þægindi þeirra sem nota hana og sparar tíma en það er mikilvægt gildi í huga viðskiptavina. Persónuleg sölumennska og orðspor manna á milli er mjög mikilvægt, því er mikilvægt að leggja áherslu á upplýsingagjöf og þjónustu á öllum stigum kaupákvörðunarferilsins. Þar liggur styrkleiki fyrirtækisins. En hann er áhugi eiganda iRobot ehf. á hönnun og eiginleikum vélarinnar, þjónustulund og reynsla hans af afgreiðslustörfum og þekking hans á raftækjum.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til júlí 2013

Samþykkt
16.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
irobot_efnisyfirlit.pdf60,7KBOpinn iRobot Roomba - Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
irobot_heimildarskrá.pdf132KBLokaður iRobot_heimildarskra PDF  
irobot_utdrattur.pdf48,0KBOpinn iRobot_utdráttur PDF Skoða/Opna
irobot_viðaukar.pdf600KBLokaður iRobot Roomba-viðaukar PDF  
lokaskjal_irobot.pdf1,89MBOpinn iRobot Roomba_heild PDF Skoða/Opna