is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Doktorsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16985

Titill: 
  • Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275–1550. Lög og rannsóknarforsendur
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Rannsókn sú sem hér er skráð hefur það meginmarkmið að kanna forsendur fyrir túlkun og skýringu heimilda um bannsmál á síðmiðöldum sem legið hafa lítið notaðar í Íslenzku fornbréfasafni um langan tíma. Til þess að nýta heimildirnar þarf að taka afstöðu til ýmissa atriða sem eru viðfangsefni mín hér. Þar má nefna spurningar eins og: Hvað er bannfæring? Hvað hafði bannfæring í för með sér? Hvers vegna voru lög um bannfæringu sett og hvenær gerðist það? Hver mátti bannfæra hvern? Fyrir hvað var bannfært? Hvaða máli skipta mismunandi gerðir bannfæringar þegar heimildir eru skýrðar? Hvaða áhrif hefur það að flest bannsáfelli urðu án þess að dómari kæmi þar nærri? Hvaða gildi hafði aflausn og hvað þýða orðin sem standa í skjölunum? Hvað þýða hugtökin sem notuð eru í heimildum um bannsmál, hvernig tala fræðimenn um þau og í hvaða samhengi var bannfæring við samfélagið?
    Bannfæring var mikilvægur þáttur í réttarkerfi kirkjunnar á síðmiðöldum því að langflest mál, ef ekki öll, sem heyrðu undir vald kirkjudómara vörðuðu bannfæringu. Greining á dómsvaldi kirkju er um leið greining á dómsvaldi í bannsmálum. Hér er rannsakað hvernig lög skilgreindu hlutverk kirkju, valdsvið hennar og dómsvald innan stjórnkerfisins og sýnt að réttarkerfi kirkjunnar var hluti af stjórnkerfi landsins. Sýnt er að valdsvið kirkju og málaflokkarnir, sem hún réð hérlendis, voru skilgreindir samkvæmt almennum kirkjulögum og samningum milli konungs og kirkju.
    Samanburður við dómsmál sem komu fyrir kirkjudómara á Íslandi á síðmiðöldum sýnir enn fremur að kerfið var virkt hérlendis og að dæmt var eftir þessum lögum. Í ritum sem fjalla um miðaldir er ekki óalgengt að bannfæring komi við sögu enda er hennar víða getið í þeim heimildum sem þau eru byggð á. Næstum öll mál, sem komu til kasta kirkjudómara á síðmiðöldum, voru bannsmál vegna þess að bannfæring féll fyrir flest brot á lögum kirkjunnar. Gildir þá einu hvort um var að ræða deilumál um kirknaeignir, vafa varðandi lögmæti hjúskapar eða annað. Á hinn bóginn er erfitt að fá skýra mynd af bannfæringu gegnum slík rit og ef betur er að gáð kemur í ljós að fáar ýtarlegar athuganir hafa verið gerðar á bannfæringu og bannsmálum. Skýrar hugmyndir liggja ekki fyrir um það hvers eðlis heimildir um bannfæringu eru og hvernig þær geti nýst sagnfræðingum og aðferðir til að greina þessar heimildir hafa ekki legið fyrir nema að takmörkuðu leyti. Í því skyni að kanna eðli þeirra fjölbreyttu heimilda sem til eru um bannfæringu og freista þess að bæta fræðilegar forsendur til túlkunar þeirra, eru lög um bannfæringu og heimildir um bannsmál sett í pólitískt og réttarsögulegt samhengi við hinn kristna heim miðalda og þær staðsettar í íslensku samfélagi og stjórnskipulagi. Inntak laga sem snerta bannfæringu og markmið þeirra er rannsakað með samanburði við dóma og aðrar heimildir um bannsmál sem til eru frá tímabilinu 1275–1550.
    Bannfæring var réttarúrræði miðaldakirkjunnar og þarf því að skilgreina bannfæringu og greina hana í samhengi við lög kirkjunnar og dómstóla. Staða kirkjunnar í stjórnkerfi Norðurlanda á miðöldum hefur þó ekki verið könnuð að því marki að fullnægjandi skilningur liggi fyrir á hlutverki hennar á því sviði en í því felst að staða biskupa og hlutverk þeirra, ekki síst sem dómara í bannsmálum, er enn óljós. Þess vegna eru stjórnskipulag, valdsvið kirkju og dómaraembætti hennar einnig viðfangsefni þessarar rannsóknar. Rannsókn þessi er ekki fílólógísk og fæst ekki við beinan textasamanburð heldur er leitast við að skýra hugmyndir og tilurð kerfis en bannfæring lék mismunandi hlutverk á ólíkum stigum þeirrar þróunar og var lögfest á Íslandi á síðari hluta þrettándu aldar. Fjallað er um stjórnkerfi, valdsvið kirkju innan þess, dómsvald hennar og hlutverk dómara – og hvaða hlutverk bannfæring lék innan þess og hvernig það hlutverk breyttist, frá því að eiga stóran þátt í uppbyggingu kirkjunnar á tólftu öld, í það að miða að viðhaldi óbreytts ástands á síðmiðöldum.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation is composed of five interrelated essays, or parts, that deal with different aspects of medieval excommunication, with specific reference to Iceland. The purpose is to create a historical background for a study of Icelandic documents that bear witness to the practice of excommunication in the period 1275-1550.
    I show that there is a need to reconsider all aspects of Church authority in Icelandic history and historiography, particularly concerning the penal courts. I emphasize that excommunication needs to be studied as an integral part of Church authority and its judicial system; one cannot be understood without the other. I examine the contents and purpose of the law on excommunication in Iceland and compare it with the reformulation of Roman ecclesiastical excommunication in the 12th century. I study the legal status of the Church in Icelandic government and the relationship it had with the Roman Church in order to shed a light on the judicial system in the country, the structure of government and that of the Church in Iceland.
    I show that the status held by the Church in Iceland in government after 1273 was as is to be expected in any Christian state. It had full membership in the Roman Church and was in no way independent from it.
    Most of the Icelandic Church courts documents on cases of excommunication are from the period 1430-1550 and they bear detailed witness to the dialogue that took place between the office of the bishop and the excommunicate. These documents can be connected with other contemporary documents and thus used to create a fuller picture of what took place. The persons involved are almost always named and in many cases we know a lot more about them than the Church documents reveal. The sources furthermore contain information on the way lay and the learned spoke to each other. The New Christian Law from 1275 contains law on excommunication, but a more detailed description of it is to be found in statutes and letters from bishops, archbishops and Rome. Their origin is mostly in canons of the Lateran councils, while concordats are the bases for power division and church authority.
    My study shows that Icelandic law and legal documents from the Late Middle Ages match the law of the Roman Church although the terms were translated: Libertas ecclesiae (heilagrar kirkju frelsi), causa spiritualis (andleg mál) and contumacia (óhlýðni, þrjóska). I take examples of how the understanding of specific cases can be improved by systematically studying the documents as part of the Roman Church’s legal system and by considering their language solely as a legal text. It is also essential that the scholar understand the procedures that the different forms of excommunication called for, and that he consider the duties of the judiciary in the period from which the documents stem.
    Roman ecclesiastical law is basic to understanding documents that derive from ecclesiastical courts in Iceland, particularly after 1275. The Roman Church was the final authority and the pope had personal jurisdiction in the country. Such approach to the sources offers results that differ from traditional understandings in Icelandic history. It shows that statutes, issued by bishops or Norwegian archbishops, were looked upon as a part of the Christian Law in the country, and because the Church was an independent authority after 1275, statutes did not need to be accepted by Alþing. The real Christian law in Iceland was, as in other places, that of the Roman Church. Documents that deal with excommunication in the period 1275-1550 need to be considered in the context of the whole system of government and handled as legal documents from an independent side of government that ruled in spiritual matters. The head of that government was the pope in Rome, the bishop acting as his representative. On the temporal side, reigned the Norwegian king with his officials. All cases dealt with by church courts were of a potentially involved excommunication; they all need to be reexamined.

Samþykkt: 
  • 3.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bannfaering.pdf2.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna