is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16986

Titill: 
  • Þátttaka íbúa í aðalskipulagsgerð: Breytingar á íbúaþátttöku eftir hrunið 2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er þátttaka íbúa í aðalskipulagsgerð sveitarfélaga með áherslu á þær breytingar sem urðu á íbúaþátttöku eftir hrunið 2008 og í kjölfar nýrra skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010 sem tóku gildi í janúar 2011.
    Mikil gagnrýni hefur verið á ákvarðanatöku sveitarfélaga eftir efnahagshrunið sem átti sér stað hér á landi árið 2008 og jafnframt hafa miklar breytingar átt sér stað á skyldum sveitarstjórna til að auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku.
    Í rannsókninni var notast við blöndu megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða. Markmið rannsóknarinnar var að greina með spurningakönnun og stuttum viðtölum við þátttakendur hver áhrif efnahagshrunsins árið 2008 og nýrra skipulagslaga væru á samráð við íbúa og hagsmunaaðila við gerð aðalskipulags.
    Niðurstöður benda til þess að áhugi íbúa á skipulagsgerð hafi ekki aukist, hvorki í tengslum við hrunið né setningu nýrra skipulagslaga. Íbúaþátttaka virðist heldur ekki hafa aukist, en aftur á móti hafa aðferðir og möguleikar til þátttöku breyst mikið eftir að ný skipulagslög tóku gildi. Íbúar koma nú með nýjum lögum mun fyrr inn í ferlið og hafa mun fleiri tækifæri til ákvarðanatöku en áður. Einnig kemur skýrt fram að þættir eins og ný sveitarstjórnarlög sem tóku gildi 2012 veita sveitarstjórnum mikið aðhald og hvatningu til íbúaþátttöku og upplýsingagjafar til íbúa.

  • Útdráttur er á ensku

    The main task of this paper is the effect that the economic collapse and new planning and building act have had on citizen influence in spatial planning.
    A major criticism has been on the decision-making by the local government after the economic collapse in Iceland 2008 and great changes have taken place in the duties of the local government to involve residents in decision making.
    This study uses a combination of quantitative and qualitative research methods. The aim of the study was to answer how citizen influence on spatial planning have been influenced by the economic collapse in 2008 and the new planning and building act from 2010. Data was collected using survey and short interviews with participants.
    Results indicate that citizens interest has not increased, neither in relations to the economic collapse or the new planning and building act. On the other hand, the opportunities for the citizens to influence the process of spatial planning have changed after the planning and building act in 2010 and the new local government act from 2011. The citizens now have the opportunity to influence the planning process at a much earlier point in the decision making, and the local government has a larger responsibility to encourage and inform the citizens.

Samþykkt: 
  • 6.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þátttaka íbúa í aðalskipulagsgerð_Breytingar á íbúaþátttöku eftir hrunið 2008.pdf627.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna