is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16989

Titill: 
  • Samþykktir hlutafélaga og aðferðir sem ráðið geta yfirráðum og eignarhaldi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er rannsakað hvort megi með ákvæðum í félagssamþykktum, hafa áhrif á eða stjórna yfirráðum og eignarhaldi hlutafélaga.
    Byrjað er að skoða félagshugtakið og hvernig tilgangur og markmið stofnenda getur ákvarðað réttarstöðu félagsins og ábyrgð eigenda, ásamt heimildum stjórnvalda til eftirlits og lagasetningar. Þá er gerð grein fyrir mismunandi formum félaga og hvernig ábyrgð og eignarhaldi mismunandi flokka félaga er háttað. Sérstaklega er þar litið til hlutafélaga, hvað einkennir þau og hvernig skipulagi þeirra og stjórnkerfi og þar með yfirráðum er háttað.
    Fjallað er um samþykktir hlutafélaga skv. ákvæðum hlutafélagalaga nr. 2/1995, (hér eftir hfl.) með skipulegum hætti. Þar er greint frá, hvernig breyta má samþykktum og þeim ákvæðum sem skylt er að hafa í samþykktum hlutafélags frá stofnun. Þá er gerið grein fyrir þeim ákvæðum samþykkta sem kveða á um réttarstöðu hluthafa. Einnig er farið yfir ákvæði samþykkta sem víkja frá frávíkjanlegum ákvæðum hfl., ákvæði samþykkta um ólögákveðna þætti og ákvæði samþykkta um breytingar á hlutafé.
    Gerð er grein fyrir stjórnunarháttum hlutafélaga sem aðallega eru ákveðnir í samþykktum og skipta miklu um meðferð yfirráða í félagi. Farið er yfir þau markmið sem stefna ber að þegar stjórnunarhættir fyrirtækja eru ákveðnir og ábyrgð stjórnenda gagnvart hluthöfum. Þá er fjallað um mikilvægi upplýsingaréttar hluthafa, misnotkun yfirráða og hvernig breyta má starfsreglum stjórnar til að auka gegnsæi og ábyrgð.
    Farið er yfir hvernig ólíkir hagsmunir og samsetning hluthafahóps hafa áhrif á það skipulag sem ákveðið er í hlutafélögum og þær ákvarðanir sem teknar eru í félaginu. Þá er gerð grein fyrir 15 aðferðum sem nota má með ákvæðum samþykkta til að hafa á áhrif á eða ráða yfirráðum og eignarhaldi í hlutafélögum. Gerð er grein fyrir tilgangi hverrar aðferðar og hvaða ákvæði hfl. gilda þar sérstaklega. Einnig er gerð grein fyrir mismunandi áhrifum þessara aðferða eftir því sem við á um alla hluthafa eða einungis um tiltekna hlutaflokka og fjallað um misnotkun á yfirráðum í hlutafélögum þar sem stuðst er við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í kjölfar þess litið til hagsmuna meirihluta og minnihluta af yfirráðum í hlutafélögum.
    Að lokum er gerð grein fyrir niðurstöðum ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 6.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tryggvithor_kápa.pdf251.85 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Tryggvi Þór_ritgerð.pdf793.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni YfirlýsingTÞJ.pdf289.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF