is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16993

Titill: 
  • Horft til fortíðar við uppbyggingu til framtíðar. Athugun á endurvakningu ásatrúar í íslensku samfélagi 1972 - 2013
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 1972 var Ásatrúarfélagið stofnað á Íslandi af ellefu mönnum. Félagið varð löggilt trúfélag árið 1973, fyrst heiðinna trúfélaga í heiminum. Nú, árið 2013, eru meðlimir þess 2.315 talsins. Mest fjölgun félagsmanna hefur orðið frá árinu 2000 til dagsins í dag og sem stendur er Ásatrúarfélagið sjötta fjölmennasta trúfélag á Íslandi. Í þessari ritgerð er fjallað um sögu, starfsemi og siði Ásatrúarfélagsins með það að leiðarljósi að kanna ástæðurnar að baki mikilli fjölgun ásatrúarmanna. Íslenska ásatrúin er skoðuð, flokkuð og borin saman við önnur sambærileg heiðin trúfélög, til að mynda drúída á Englandi, sem hafa átt viðlíka auknum vinsældum að fagna þar í landi. Fjallað er um mögulegt fráhvarf fólks frá kapítalískum viðmiðum, sem eina af ástæðum fjölgunar félagsmanna. Inn í þá umræðu eru fléttaðar kenningar Max Weber um upplifun fólks af umhverfi sínu. Menningarverðmæti í formi gömlu Íslendingasagnanna virðast eiga sinn þátt í vinsældum ásatrúarinnar svo og hefðir og sögur heiðinnar, norrænnar goðafræði eru samofnar menningu Íslendinga. Fyrirmyndir að starfsemi og siðum Ásatrúarfélagsins eru þannig ekki erlendar og framandi, heldur rótgrónar og séríslenskar, sóttar aftur til heiðins siðar í landinu fyrir meira en 1000 árum.

Samþykkt: 
  • 6.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð - Halldóra Gyða - Tilbúin.pdf483.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna