is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17000

Titill: 
  • Lagarökfræði. Kenningar um lögfræðilega röksemdafærslu með hliðsjón af dómaframkvæmd
  • Titill er á ensku Logic in Law. Legal Argumentation with Regard to Icelandic Case Law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er gerð tilraun til að lýsa kenningum um lögfræðilega röksemdafærslu með hliðsjón af íslenskri réttarframkvæmd. Kenningar um lögfræðilega röksemdafærslu lýsa viðmiðum um hvernig best sé að haga slíkri orðræðu svo að aðrir geti skilið og lagt mat á forsendur og niðurstöður hennar. Í ritgerðinni er gengið út frá því að kenningarnar myndi þverfaglega fræðigrein sem fæst við framsetningu og greiningu lögfræðilegra röksemdafærslna með verkfærum greina á borð við rökfræði, mælskulistar, lögfræði, málfræði og réttarheimspeki. Markmiðið er að tryggja eins og frekast er unnt að réttar ályktanir verði dregnar af forsendum, bera kennsl á góð lögfræðileg rök og hafna þeim slæmu. Ef til vill má nefna greinina „lagarökfræði“ á íslensku.
    Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er því að lýsa þýðingu rökfræðinnar við úrlausn lögfræðilegra álitaefna, einkum í dómaframkvæmd. Þetta er gert með því að lýsa aðferðum og leiðbeiningarreglum við greiningu og framsetningu lögfræðilegra röksemdafærslna.
    Ritgerðin skiptist í níu kafla með inngangs- og niðurstöðukafla. Fyrst er fjallað um grundvöll kenninga um lögfræðilega röksemdafærslu í köflum tvö og þrjú. Í fjórða til sjöunda kafla er gerð tilraun til að setja fram almennar leiðbeiningar við framsetningu lögfræðilegrar röksemdafærslu. Leiðbeiningarreglurnar eru einkum studdar við og sóttar í dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands. Þá er litið til þeirra verkfæra sem rökfræðin býr yfir, þar á meðal aðferðanna afleiðslu og aðleiðslu, og fjallað um skilyrði beitingar þeirra. Í áttunda kafla er veitt yfirlit um helstu flokka og tegundir rökvillna við framsetningu lögfræðilegrar röksemdafærslu og dæmi tekin úr réttarframkvæmd þar sem við á. Að lokum er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum ritgerðarinnar í níunda kafla og athugað hvaða ljósi þær varpa á þýðingu rökfræðinnar við úrlausn lögfræðilegra álitaefna.

Samþykkt: 
  • 6.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oddur Þorri Viðarsson.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
scan_r01odvi04032019OÞV.pdf375 kBLokaðurYfirlýsingPDF