is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17008

Titill: 
  • Staða kvenna innan mannfræði í sögulegu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannfræði er tiltölulega ung fræðigrein sem byrjaði að mótast á 19. öld samhliða samfélagslegum breytingum á Vesturlöndum. Allt fram til 1970 var mannfræði mjög karllæg grein en á þeim tíma varð mikil vakning í réttindabaráttu minnihlutahópa á Vesturlöndum. Sú barátta leiddi meðal annars af sér feminsima og kvennamannfræði. Þá var farið að skoða þöggun kvenna innan mannfræði í gegnum söguna. Í þessarri ritgerð er leitast við að skoða hlut kvenna innan mannfræðinnar fram til 1970 annars vegar og eftir 1970 hins vegar. Þetta verður gert með því að fara yfir helstu kenningar sem hafa mótað mannfræði sem fræðigrein og skoða áhrif kvenna á þessar kenningar. Markmiðið er að skoða og sýna þær breytingar sem hafa orðið á viðhorfum í garð kvenna sem fræðimanna og í vestrænum samfélögum almennt. Þá verður íslensk kvennabarátta skoðuð út frá rannsóknum Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttir, þar sem hún skoðar baráttuna út frá sjónarhóli mannfræðinnar.
    Niðurstaðan er sú að mannfræðin hefur þróast samhliða samfélagsbreytingum á Vesturlöndum. Viðhorf fræðimanna hafa breyst mikið með tilkomu feminisma og praxískra kenninga upp úr 1970 þá var farið að endurskilgreina konur innan mannfræðinnar. Konur voru þá taldar mikilvægar sem rannsóknarefni, en áður höfðu skoðanir karla verið taldar fullnægjandi, upp frá því þótti nauðsynlegt að hafa einnig kvenkyns fræðimenn. Þannig er þróunin sú að konur fóru úr því að vera þaggaður hópur yfir í að vera mikilvægur hluti af mannfræði.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daníel Örn Einarsson.pdf415.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna