is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17014

Titill: 
  • „Þær segja svo margar að það megi bara nauðga.“ Birtingarmyndir og áhrif nauðgunarmenningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er nauðgunarmenning en megintilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á slíka menningu hér á landi og hvaða áhrif hún hefur á brotaþola nauðgana og konur almennt. Niðurstöðurnar eru settar í samhengi við kenningar Sylviu Walby um kynjakerfið, hugmyndir Michaels Kimmel um karlmennsku, hugmyndir róttækra femínista um nauðganir og nauðgunarmenningu, orðræðu í anda Michel Foucault og kenningar Roland Barthes um mýtur. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt en tekin voru rýnihópaviðtöl við stúdenta úr fjórum háskólum á höfuðborgarsvæðinu og viðtöl við brotaþola nauðgunar og sérfræðing sem starfar náið með brotaþolum, en viðmælendur voru alls 23 talsins.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nauðgunarmenning sé rótgróið fyrirbæri í íslensku samfélagi. Tíðni nauðgana og framgangur slíkra mála innan réttarkerfisins gefur vísbendingar um að nauðganir séu samfélagslegt vandamál sem virðist vera normalíserað og samþykkt. Nauðgunarmýtur virðast vera studdar af stórum hluta almennings og gegnsýra stofnanir samfélagsins en þær færa ábyrgðina á nauðgun frá gerandanum yfir á brotaþola og gera lítið úr kynferðislegu ofbeldi. Að auki benda niðurstöðurnar til þess að konur skynji ótta við nauðganir og að það hafi mikil áhrif á þeirra daglega líf. Slíkt viðheldur ójafnrétti kynja og heldur konum undirskipuðum í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FSS_MA.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna