is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17022

Titill: 
  • Ímynd íslenskra banka og sparisjóða: Traust, tryggð og spilling
  • Titill er á ensku Image of Icelandic banks and savings&loans: Trust, Loyalty and Corruption
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna ímyndarstöðu íslensku viðskiptabankanna og hvort þeim hafi tekist að enduheimta það traust sem til þeirra var borið fyrir efnahagshrunið árið 2008. Viðskiptabankarnir sem skoðaðir eru í þessari ritgerð eru Íslandsbanki, Landsbanki, Arion banki, MP banki og Sparisjóðurinn.
    Settar eru fram þrjár rannsóknarspurningar:
    1. Hafa bankarnir endurheimt fyrri ímyndarstöðu sína?
    2. Hver er þróunin á ímyndarþáttunum spilling annars vegar, og traust hins vegar?
    3. Hvernig má útskýra tregðu fólks til að skipta um banka þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr trausti?
    Um eigindlega rannsókn er að ræða þar sem unnið er með gögn úr tveimur könnunum sem framkvæmdar voru í febrúar árið 2013.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að nokkur breyting hefur orðið á ímyndarstöðu bankanna á undanförnum árum til hins betra og virðist sem svo að viðskiptabankarnir séu á réttri leið til að endurheimta traust viðskiptavina sinna og annarra. Dregið hefur úr spillingu meðal viðskiptabankanna að mati þátttakenda og svo virðist sem staðfærsla sumra bankanna sé að styrkjast og stefni í jákvæða átt. Þá benda niðurstöður einnig til þess að tryggð er að styrkjast þar sem hlutfall þátttakenda sem telja það frekar eða mjög líklegt að þeir muni skipta um viðskiptabanka á næstu mánuðum er einungis um 11%.

Samþykkt: 
  • 8.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur_Björnsson_BS.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna