is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17024

Titill: 
  • Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum: Úttekt á gerendum sem leita til Karlar til ábyrgðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða ofbeldi í parsamböndum á Íslandi út frá óhefðbundnu sjónarhorni, þ.e. sjónarhorni þeirra sem beitt hafa slíku ofbeldi. Var sú aðferð valin til að beina athygli að mikilvægi þess að skoða mögulegar skýringar á ofbeldinu. Upplýsingar voru fengnar úr 60 skýrslum frá verkefninu Karlar til ábyrgðar sem skráðar voru í fyrstu tveimur til þremur viðtölum við karla þegar þeir leituðu þangað en það olli rannsakanda vonbrigðum að 48 skýrslur voru ónothæfar þar sem form þeirra var eldra og upplýsingarnar í þeim féllu ekki vel að rannsóknarspurningunum. Niðurstöðurnar benda til þess að ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum sé flókið ferli sem, í sumum tilfellum, heldur áfram jafnvel þó gerandi fari úr einu sambandi í annað. Ofbeldið er fyrst og fremst andlegt og líkamlegt en í einhverjum tilfellum kynferðislegt þannig að ofbeldið hefur margar birtingarmyndir. Þá gefa niðurstöður vísbendingar um að a) sumir gerendur beiti ofbeldi á fleiri sviðum lífsins, b) þeir séu líklegir til að eiga við áfengis- og/eða vímuefnavanda að stríða, c) að þeir séu líklegir til að hafa sjálfir verið beittir ofbeldi sem börn og/eða orðið vitni að ofbeldi innan fjölskyldunnar. Þó ofbeldið virðist hafa mikil áhrif, bæði á líðan gerenda og samskipti þeirra við maka og aðra. Það sem kom helst á óvart í niðurstöðum, er hversu margir virðast vita af ofbeldinu og er það í sjálfu sér vert rannsóknarefni. Þá vöknuðu upp ýmsar spurningar um málefni barna sem búa við ofbeldi, þar sem niðurstöður sýna að börnin hafa oft verið viðstödd ofbeldið, í einhverjum tilvikum hafa þau sjálf verið beitt ofbeldi en að þrátt fyrir það virðast barnaverndaryfirvöld vita af ofbeldinu í fáum tilfellum.

Samþykkt: 
  • 8.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Þórðardóttir MA verkefni.pdf4.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna