is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17025

Titill: 
  • Útflutningsaukning og hagvaxtarverkefni Íslandsstofu árin 2007-2013. Mat á árangri
  • Titill er á ensku Export promotion project 2007-2013 for Promote Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslandsstofa býður fyrirtækjum í útflutningi upp á námskeið í útflutningi, sem byggt er upp af írskri fyrirmynd. Markmiðið er að veita fyrirtækjunum faglega aðstoð við sölu á vöru og þjónustu, efla samkeppnisfærni þeirra og þekkingu, ásamt því að veita skýra sýn á erlenda markaði.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða ávinning stjórnendur fyrirtækja, sem tóku þátt í Útflutningsaukningar og hagvaxtar verkefni Íslandsstofu haustið 2007 til vorsins 2013, upplifi af þátttöku sinni þar.
    Rannsóknaraðferðir voru annars vegar meigindlegar og hins vegar eigindlegar í formi viðtala við sex þátttakendur. Í meigindlegu aðferðinni var spurningarlisti sendur á þátttakendur námskeiðsins á tímabilinu 2007-2013, með tölvupósti og var svarhlutfallið 49%.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þátttakendur fóru á námskeiðið til að auka þekkingu sína á erlendum mörkuðum, auka færni sína og getu í útflutningi, að leita eftir nýjum tækifærum, að auka tekjur fyrirtækisins, og til að fá ráðgjöf og þjálfun. Þátttakendur eru flestir sammála um að þeir hafi lært mikið af öðrum þátttakendum, kennurum og ráðgjöfum námskeiðsins, og lært að átta sig á markaðsaðstæðum á erlendum mörkuðum. Að námskeiðið hafi gefið raunhæfa mynd á útflutningsmöguleikum fyrirtækjanna og að þörf væri á eftirfylgni við þátttakendur að þátttöku lokinni. Hægt er að segja með 95% vissu að þátttakendur eru á heildina litið mjög ánægðir með námskeiðið.
    Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum en þær gefa stjórnendum námskeiðsins góða mynd af því hvernig þátttakendur upplifðu árangur sinn, fyrir og eftir þátttöku þeirra þar. Er það von rannsakanda að stjórnendur námskeiðsins geti nýtt upplýsingarnar til að efla og styrkja enn betur þau fyrirtæki sem þangað leita eftir ráðgjöf og þjálfun.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur leyft lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 5 ár.
Samþykkt: 
  • 8.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórey Svanfríður Þórisdóttir leiðrétt skjal .pdf2.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna