is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17026

Titill: 
  • Hvalveiðar Íslendinga og alþjóðasamfélagið: Þjóðréttardeilur, viðskiptaþvinganir og almenningsálit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hafa íslensk stjórnvöld átt í harðvítugum deilum við alþjóðasamfélagið um hvalveiðar Íslendinga. Í ritgerðinni er leitað svara við spurningunni um það hvaða áhrif alþjóðalög hafa á málstað Íslendinga í hvalveiðum.
    Í ritgerðinni er hvalveiðideila Íslands skoðuð frá þremur hliðum. Í fyrsta lagi hvaða áhrif regluverk alþjóðasamfélagsins hefur á hvalveiðar Íslendinga. Íslensk stjórnvöld hafa lengi barist gegn hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Staða Hvalveiðiráðsins er skoðuð með tilliti til annarra alþjóðastofnana, -sáttmála og -laga. Í öðru lagi er gerð grein fyrir beinum afskiptum Bandaríkjanna af hvalveiðum Íslendinga. Þar sem Hvalveiðiráðið hefur engin þvingunarúrræði gegn þeim sem brjóta gegn stofnsáttmála ráðsins hafa Bandaríkin tekið að sér það hlutverk. Á 9. áratugnum hótuðu bandarísk stjórnvöld því margsinnis að beita Íslandi viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða Íslendinga. Í þriðja lagi eru könnuð áhrif umhverfisverndarsamtaka á hvalveiðar Íslendinga. Umhverfisverndar-samtökin Greenpeace vöktu heimsathygli í herferð sinni gegn hvalveiðum Íslendinga á 9. áratugnum. Herferðin beindist gegn útflutningi á íslenskum sjávarafurðum á helstu markaðssvæðum í Evrópu og Bandaríkjunum.
    Til þess að greina hvalveiðideiluna er stuðst við þrjár meginhefðir í alþjóðastjórnmálum: Alþjóðastofnanahyggju, algildishyggju og raunhyggju. Sérhver þessara hefða varpar ljósi á ólíkar hliðar deilunnar. Meginniðurstaðan er sú að þrátt fyrir hvalveiðibann alþjóðastofnana brjóta hvalveiðar Íslendinga ekki í bága við alþjóðalög heldur þvert á móti styrkja stöðu Íslands gagnvart hugsanlegum viðskiptaþvingunum bandarískra stjórnvalda.

Samþykkt: 
  • 8.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hvalveidar_islendinga.pdf638.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna