is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1703

Titill: 
  • Mannauðsstjórnun : hlutverk og ástundun hennar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á
    Akureyri. Hlutverk mannauðsstjóra voru könnuð og rannsókn framkvæmd í
    því skyni að meta hvernig unnið er út frá þessum hlutverkum í stórum
    íslenskum fyrirtækjum. Einnig er reynt að koma auga á hvað framtíðin ber í
    skauti sér fyrir mannauðsstjórnun og sérstaklega hvernig sú framtíð lítur út
    fyrir íslensk fyrirtæki.
    Mannauðsstjórnun er að verða æ algengari í íslenskum fyrirtækjum, en það er
    alltaf hægt að bæta um betur. Það rekstrarumhverfi sem fyrirtæki þurfa að
    kljást við í dag, er umhverfi stöðugra breytinga og því er sérstaklega áríðandi
    að vera við öllu viðbúinn þegar kemur að því að stjórna mannauð fyrirtækis
    svo vel fari.
    Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningarnar:
    1. Starfa mannauðsstjórar í stórum fyrirtækjum á Íslandi markvisst eftir
    fræðum mannauðsstjórnunar?
    2. Hefur orðið þróun á undanförnum árum á starfi mannauðsstjóra og ef svo
    er, hver er hún og hefur vægi mannauðsstjórnunar aukist í kjölfarið?
    Til að leita svara við þessum spurningum, var framkvæmd rannsókn þar sem
    viðtöl voru tekin við fimm starfandi mannauðsstjóra í stórum fyrirtækjum á
    Íslandi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 16.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
efnisyfirlit (2).pdf76.75 kBOpinn"Mannauðsstjórnun"-efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
allt (2).pdf320.32 kBLokaður"Mannauðsstjórnun"-heildPDF
heimildir.pdf58.39 kBOpinn"Mannauðsstjórnun"-heimildaskráPDFSkoða/Opna
urdrattur.pdf61.53 kBOpinn"Mannauðsstjórnun"-útdrátturPDFSkoða/Opna