is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17058

Titill: 
  • Þetta er ekkert mál. Íþróttir í íslenskum heimildamyndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íþróttir eru stór hluti af íslenskri menningu. Rúmlega 35% þjóðarinnar stunda íþróttir innan Íþróttasambands Íslands og umtalsvert af fjölmiðlaefni um íþróttir er framleitt á íslensku.
    Umfjöllun um íþróttaafrek hefur mest megnis verið í höndum sjónvarpsstöðva og dagblaða á Íslandi en nýlega hefur kvikmyndamiðillinn haslað sér völl á því sviði.
    Íslenska karlalandsliðið í handbolta er gríðarlega vinsælt eins og sýndi sig þegar mikill mannfjöldi tók á móti liðinu eftir Ólympíuleikana í Beijing árið 2008 þar sem liðið hreppti silfurverðlaun. Heimildamynd um afrek liðsins, Gott silfur gulli betra (2009) eftir Þór Elís Pálsson leit síðan dagsins ljós árið eftir.
    Heimildamyndagerð á Íslandi hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum og nýlega hefur undirgrein (e. sub-genre) heimildamynda sem einblínir á íþróttir sprottið fram hér á landi. Vinsældir heimildamynda um íþróttir hafa aukist í Bandaríkjunum og víðar upp á síðkastið og hefur það haft áhrif hér á landi. Fræðileg umræða um íþróttaheimildamyndir er tiltölulega ný af nálinni en þó hafa nýlega verið gefin út greinasöfn af skrifum fræðimanna um þessa tegund heimildamynda.
    Í þessari ritgerð er fjallað um íslenskar íþróttaheimildamyndir, þær settar í fræðilegt samhengi og greindar. Tvær myndir eru í brennidepli; Africa United (2005) eftir Ólaf Jóhannesson og Þetta er ekkert mál – Saga Jóns Páls Sigmarssonar eftir Steingrím Jón Þórðarson. Myndirnar eru æði ólíkar en eiga þó ýmislegt sameiginlegt hvað varðar form, framsetningu og viðfangsefni.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_HaraldurArniHrodmarsson.pdf530.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna