is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17066

Titill: 
  • Tengsl milli punktakerfa og tryggðar viðskiptavina. Rannsókn meðal viðskiptavina íslenskra kreditkortaútgefenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna hvort tengsl séu á milli notkunar viðskiptavina á punktakerfum kreditkortaútgefenda og hvort þeir mæli með slíkri vildarþjónustu annars vegar og hins vegar tryggðar þeirra við fyrirtækin. Rannsóknin var megindleg þar sem þátttakendur voru 142 nemendur við Háskóla Íslands. Spurningalistinn var settur upp til að mæla notkun og meðmæli þátttakenda með punktakerfum kreditkortaútgefenda þeirra og tryggð þeirra við fyrirtækin.
    Helstu niðurstöður voru þær að með aukinni notkun þátttakenda á punktakerfum og enn frekar því meir sem þeir mæla með þeirri þjónustu því meiri tryggð hafa þeir til kreditkortafyrirtækja sinna.
    Markmið punktakerfis, eins og gildir um fríðindaklúbba almennt, er að auka tryggð viðskiptavina til kreditkortaútgefenda sinna. En mikilvægt er að fyrirtæki taki upplýstar ákvarðanir um það hvort vildarþjónusta í formi punktakerfis skapi nægilega mikla tryggð til þess að viðhalda henni eða hvort fjármunum fyrirtækisins sé betur varið í annars konar tryggðarkerfi eða vildarþjónustu. Rannsóknin bendir til að punktakerfi geti verið farsæl leið sem hefur það markmið að auka tryggð viðskiptavina, bæði viðhorfs- og hegðunartryggð þeirra. Þar af leiðandi má mæla með því að kreditkortaútgefendur haldi ekki aðeins áfram að bjóða viðskiptavinum sínum upp á punktakerfi heldur leiti þeir einnig stöðugt leiða til að bæta og þróa slíka þjónustu.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna