ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17067

Titill

Tækifæri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í Kanada. Markaðsgreining

Skilað
Febrúar 2014
Útdráttur

Sjávarafurðir voru öldum saman önnur af tveimur stoðum íslensks útflutnings, ásamt landbúnaðarafurðum. Á 20. öld var sjávarútvegurinn óumdeilanlega mikilvægasta undirstaða vaxandi velmegunar og er enn mikilvægasta útflutningsgrein landsins. Í alþjóðavæðingu nútímans líta margir á heiminn sem eitt markaðssvæði og því er mikilvægt að skoða af hverju náðst hefur betri eða lakari árangur á ákveðnum markaðssvæðum. Einn af mörkuðunum fyrir íslenskt sjávarfang er Kanada en þangað flytja íslensk sjávarútvegsfyrirtæki einungis um 0,5% af heildarútflutningi landsins á sjávarafurðum. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir mögulegum ástæðum fyrir þessari stöðu og kannað hvort þarna séu tækifæri til aukins útflutnings fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.
Til að greina þessa stöðu og möguleg sóknarfæri er fyrst rýnt í fræðikenningar um alþjóðavæðingu fyrirtækja og þá sérstaklega kenningar um alþjóðavæðingu og helstu inngönguleiðir fyrirtækja á erlendan markað. Því næst er gerð greining á þeim kröftum sem hafa áhrif á Kanada sem markað fyrir íslenskar sjávarafurði. Í greiningu á fjær-umhverfi (macro) er stuðst við PESTEL greiningu og við skoðun á nær-umhverfinu (micro) er gerð Task umhverfisgreining.
Niðurstöður benda til þess að tækifæri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til aukins útflutnings til Kanada séu fyrir hendi. Fríverslunarsamingur EFTA og Kanada, auknar samgöngur milli landanna, stöðugt fiskverði, jákvæð ímynd íslenskra sjávarafurða í Kanada og öflugar grunnstoðir innanlands eru allt þættir sem gera Kanada að mjög áhugaverðum markaði fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.

Samþykkt
9.1.2014


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaskjal-m-forsidu.pdf2,3MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna