is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17073

Titill: 
  • Offita barna: Fjölskyldugerð, einkenni fjölskyldumeðlima og áhrif á félagslegan þroska
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Offita er orðið að einu mesta heilbrigðisvandamáli hjá bæði fullorðnum og börnum í heiminum í dag. Til þess að stoppa þá hröðu þróun á offitu barna sem á sér stað, er mikilvægt að kynna sér það umhverfi sem börn fæðast í og skoða hvað það er sem hefur áhrif á þroska þeirra og þróun offitu. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða þær fjölskyldugerðir og einkenni einstakra fjölskyldumeðlima sem hafa áhrif á offitu barna. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem alast upp hjá einstæðum, of feitum og jafnvel þunglyndum mæðrum eru líklegri til þess að verða of feit. Einnig er fjallað um áhrif offitu á félagslegan þroska barna. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru of feit eru líklegri til þess að einangrast félagslega, eiga færri vini, eru viðkvæmari fyrir einelti og finna fyrir depurðareinkennum sem geta fylgt þeim á fullorðinsár og haft slæmar afleiðingar. Einnig er talið að vanlíðan barna í sínu félagslega umhverfi geti valdið verri námsárangri í skóla. Mikilvægt er að fræða foreldra um þessa áhættuþætti svo hægt sé að minnka tíðni ofþyngdar hjá ungmennum í samfélaginustað. Einnig er gríðarlega mikilvægt að fræða foreldra um hollar matarvenjur og mikilvægi reglulegrar hreyfingar. Jafnframt að veita þeim mæðrum sem eiga í tilfinningalegum erfiðleikum stuðning til þess að veita börnum sínum það heilbrigða umhverfi sem þarf til þess að sporna við því að börnin verði of feit.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Offita barna- Fjölskyldugerð, einkenni fjölskyldumeðlima og áhrif á félagslegan þroska.pdf586.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna