is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17075

Titill: 
  • Samband vinnuslysa og hagsveiflna. Ísland 1986-2011
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur og markmið: Í þessari ritgerð er sambandið á milli hagsveiflna og vinnuslysa á Íslandi frá 1986 til 2011 rannsakað. Flestar erlendar rannsóknir hafa sýnt að sambandið sé jákvætt. Mögulegar skýringar á jákvæðu sambandi eru m.a. að í þenslu eru fleiri starfandi, vinnuhraðinn meiri og vinnuslys frekar tilkynnt. Markmið þessarar rannsóknar er að mæla samband vinnuslysa og hagsveiflna á Íslandi, bæði fyrir vinnumarkaðinn í heild, einstakar starfsgreinar og eftir kyni, ásamt alvarleika slysa. Sambandið á milli hagsveiflna og vinnuslysa hefur ekki verið rannsakað á Íslandi áður, en tilgátan er að vinnuslysum á Íslandi fjölgi í uppsveiflu.
    Gögn og aðferðafræði: Tímaraðagögn um vinnuslys voru fengin frá Vinnueftirlitinu. Gögn til að meta hagsveiflur voru fengin frá Hagstofunni og Vinnumálastofnun. Tímaraðirnar voru ósístæðar og tekinn var fyrsti mismunur af þeim og sambandið í kjölfarið skoðað með línulegri aðhvarfsgreiningu. Háða breytan var fjöldi vinnuslysa og hagvísarnir voru óháða breytan. Til að reikna hlutfallslega áhættu voru notuð gögn úr Slysaskrá Íslands og frá Hagstofunni.
    Niðurstöður: Jákvætt samband var á milli hagsveiflna og heildarfjölda vinnuslysa. Sambandið var sterkast í byggingariðnaði, verslunarstarfsemi og meðal karla. Útreikningar hlutfallslegu áhættunnar bentu til þess að vinnandi fólk hafi verið í umtalsvert meiri hættu á slysi árið 2007 þegar þenslan var sem mest miðað við árin 2004 til 2006 og 2008 til 2011.
    Umræða: Samanburður á milli einstakra greininga rannsóknarinnar sýndi að ekki er hægt að skýra nema að litlum hluta aukna áhættu með auknu vinnuframboði. Aukin hætta á vinnustöðum að teknu tilliti til fjölda vinnandi virðist frekar skýra aukna áhættu þegar vel árar.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samband vinnuslysa og hagsveiflna.pdf394.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna