is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17077

Titill: 
  • Er gæða- og straumlínustjórnun valkostur fyrir Íslandsbanka? Innleiðing á nýju tölvukerfi
  • Titill er á ensku Is Lean and Quality Control an option for Íslandsbanki? Implementation of a new system
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er til BS prófs í Viðskiptafræði og fjallar um það hvort Íslandsbanki geti nýtt sér verkfæri gæða- og straumlínustjórnunar við umbætur á ferlum sínum.
    Rannsóknarspurningin var:
    „Er gæða og straumlínustjórnun valkostur fyrir Íslandsbanka?“
    Til að skilgreina nánar umfangið var ferlið innleiðing á nýju tölvukerfi tekið fyrir. Byrjað verður á því að fjalla fræðilega um gæða- og straumlínustjórnun og verkfærum sem tengjast þeim fræðum gerð skil. Rannsóknin var byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð með rýnihópa nálgun.
    Til að svara rannsóknarspurningunni var farið yfir ferlið innleiðing á nýju tölvukerfi, hvernig það er í dag og hvernig hægt er að lagfæra það með fræðunum. Sjö þrepa ferli Hitoshi Kume var notað við greiningu. Rýnihópaleið var notuð og voru fjórir starfsmenn tækniþjónustu Íslandsbanka fengnir til að taka þátt. Þar sem Íslandsbanki er að taka upp nýtt beiðnakerfi var í lokin fullmótuðu ferli komið áfram innan Íslandsbanka til að innleiða inn í nýja kerfið.
    Niðurstöður benda til þess að vel sé hægt að nýta sér verkfæri gæða- og straumlínustjórnunar þar sem breytingar á ferlinu innleiðing á nýju tölvukerfi muni skila sér í aukinni hagræðingu hjá Íslandsbanka í tíma, mannafla og auðlindum ásamt því að koma í veg fyrir að mikilvægum skrefum sé sleppt í ferlinu.
    Næstu skref innan Íslandsbanka eru að nýta sér áfram fræðin í fleiri umbótaverkefnum og má þá helst nefna útleiðing á tölvukerfi og breyting á tölvukerfi. Með því að nýta sér fræðin er stuðlað að aukinni skilvirkni, aðlaga vinnulag að breyttum starfsháttum, minnka sóun auðlinda ásamt því að gera vinnuaðferðir staðlaðri.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret_Matthiasdottir_BS.pdf991.89 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF