ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17078

Titill

Harður húsbóndi: Tíðarandi nýfrjálshyggju og kynjavíddin

Skilað
Júní 2014
Útdráttur

Nýfrjálshyggja er ekki bara hagstjórnarstefna heldur líka hugmyndafræði sem mótar samfélög og hugarfar. Áhrif hennar eru lúmsk og alltumlykjandi. Nýfrjálshyggja er tíðarandi og menningarástand sem hefur óorðaða kynjavídd og kynbundnar afleiðingar. Birtingarmyndir kynjanna lúta eðlishyggjuhugmyndum og þetta endurspeglast í viðhorfum gagnvart þeim. Nýfrjálshyggja með einstaklingshyggju sem grunn, er orðin að hugsunarhætti sem er hnattrænt ráðandi. Þótt nýfrjálshyggja þyki oft nútímaleg endurspeglar hún hugmyndir eðlishyggju sem eru skaðlegar fyrir bæði kynin - eru þvingandi, takmarkandi og stuðla að og festa staðalmyndir í sessi. Samfélagslegar útlitskröfur á konur eru oft óraunhæfar og jafnvel er nánast ómögulegt að uppfylla þær sem getur haft neikvæðar afleiðingar á sjálfsmyndir kvenna og líðan. Útópískar hugmyndir nýfrjálshyggju um frjálst val líta fram hjá mismunandi valdatengslum og þeirri staðreynd að val er skilyrt og háð aðstæðum. Femínismi er öflugt vopn í baráttunni gegn úreldum kynjahugmyndum en í dæmigerðum tíðaranda nýfrjálshyggju hefur hann á sér neikvæðan stimpil sem minnkar líkurnar á að hann stuðli að breytingum og hafi áhrif. Ísland var móttækilegur jarðvegur fyrir nýfrjálshyggju þar sem orðræða sjálfstæðisbaráttu landsins rímaði að mörgu leyti við karlmennskuhugmyndir einstaklingshyggju.

Samþykkt
9.1.2014


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Katrín Johnson.pdf678KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna