is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17085

Titill: 
  • Þunglyndi ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þunglyndi er sjúkdómur sem hefur áhrif á margar fjölskyldur bæði á Íslandi og erlendis. Í þessari ritgerð verður farið yfir helstu einkenni sjúkdómsins, hvaða orsakir liggja að baki honum ásamt því að skoða helstu áhrifaþætti sem eru til staðar í lífi unglinga. Einnig verður fjallað um helstu meðferðarúrræðin sem eru í boði við þunglyndi. Horft verður sérstaklega til hvernig þunglyndi hefur áhrif á unglinga og fjölskyldur þeirra.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að þunglyndi er sjúkdómur sem hefur bæði líffræðilegar og félagslegar orsakir. Snemmtæk íhlutun skiptir lykilmáli þar sem afleiðingar þess eru mjög alvarlegar. En meðferðarúrræði hafa gefið góða raun fyrir líf ungs fólks ásamt því að minnka líkurnar á endurteknum þunglyndisköstum. Skólafélagsráðgjafi er fagaðili í góðri stöðu til þess að styðja við bakið á þunglyndum ungling og fjölskyldu hans bæði við greiningu og til að sinna eftirfylgni þegar aðrir fagaðilar koma að unglingnum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fullkláruð.pdf954.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna