is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17092

Titill: 
  • Sértryggð skuldabréf: Útgáfa á Íslandi með áherslu á fasteignalánamarkað og samanburður við önnur lönd
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útgáfa sértryggðra skuldabréfa hefur síðasta áratuginn verið að aukast á fjármálamarkaði og þá sérstaklega m.t.t. fjármögnunar á fasteignalánum. Þrátt fyrir að vera ríkjandi á Evrópumarkaði þá er útgáfa slíkra bréfa farin að dreifast víða um heim með góðum árangri og er Ísland engin undantekning þar á. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða nánar þennan fjármögnunarkost með hliðsjón af fenginni reynslu og kanna þá möguleika sem bréfin bjóða upp á.
    Farið er yfir þróun bréfanna síðasta áratuginn þar sem útistandandi og útgefnum bréfum er gefinn gaumur auk þess sem staðan í dag er skoðuð sérstaklega. Þá er útgáfum íslensku viðskiptabankanna gerð skil og farið yfir hlutdeild sértryggðra skuldabréfa í fjármagnsskipan þeirra. Að auki er farið ofan í saumana á íslenska fasteignalánamarkaðinum og því fyrirkomulagi sem á honum ríkir. Einnig eru kerfi Danmerkur, Þýskalands, Bretlands og Bandaríkjanna skoðuð og borin saman við Ísland. Fyrirkomulag þessara landa er mismunandi en öll eiga það þó sameiginlegt að gefa út sértryggð skuldabréf að einhverju leyti. Þá er farið yfir þær tillögur sem settar hafa verið fram til úrbóta á íslenskum fasteignalánamarkaði með Íbúðalánasjóð í fararbroddi og er danska kerfið oft nefnt í því samhengi. Útgáfur íslensku bréfanna eru þ.a.l. bornar saman við sambærilega bréf í Danmörku í þeim tilgangi að setja útgáfurnar í samhengi. Að lokum er farið yfir framtíðarmöguleika sértryggðra skuldabréfa á Íslandi og þær takmarkanir sem kunna að vera á útgáfu þeirra.
    Útgáfa bréfanna hefur mælst vel fyrir víða um heim og því áhugavert að sjá hve góðri fótfestu þessi fjármögnunarkostur virðist ætla að ná á Íslandi. Áform bankanna um áframhaldandi útgáfu bréfanna og eftirspurn fjárfesta lofa góðu um framhaldið. Hlutdeild bréfanna í fjármagnsskipan bankanna fer sívaxandi og með gott fordæmi í öðrum löndum, og þá sérstaklega í Danmörku, er ljóst að lánaformið á mikla möguleika á frekari útbreiðslu hér á landi.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna