is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17093

Titill: 
  • Siðfræði í auglýsingum: Viðhorf auglýsenda til siðfræði í auglýsingum
  • Titill er á ensku Ethics in Advertisement: Advertisers’ Perspective
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um siðfræði í auglýsingum og hvort íslenskir auglýsendur hugi sérstaklega að siðfræðilegum álitamálum við gerð auglýsinga. Tekin voru viðtöl við starfsmenn fimm auglýsingastofa með það að markmiði að svara rannsóknarspurningunni „Hvert er viðhorf auglýsenda til siðferðis í auglýsingum, sérstaklega þegar auglýsingar eru ætlaðar börnum?“.
    Niðurstöður sýndu fram á að auglýsendur huga að einhverju leyti að siðfræðilegum málum við gerð auglýsinga en þó ekki í sama mæli og þeir vilja oft meina. Almennt telja auglýsendur það alvarlegra að brjóta gegn siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) en gegn lögum. Í þeim tilvikum sem auglýsendur eru ósammála takmörkunum laganna telja þeir það í lagi að brjóta gegn þeim. Út frá niðurstöðunum er einnig hægt að draga þá ályktun að auglýsendur vilja fara varlega í það að auglýsa beint til barna og eru fáar auglýsingar gerðar sem eru sérstaklega ætlaðar börnum.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
StefaníaErlaÓskarsdóttir_BS.pdf722.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna